Innlent

Meirihlutinn heldur í Kópavogi

Ingvar Haraldsson skrifar
Meirihlutinn heldur velli í Kópavogi.
Meirihlutinn heldur velli í Kópavogi.
Lokatölur: Núverandi meirihluti styrkir sig í sessi

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einum bæjarfulltrúa, fer úr fjórum í fimm og hlýtur 39,3 prósenta fylgi.



Framsóknaflokkurinn heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 11,8 prósenta fylgi.

Samfylkingin missir einn bæjarfulltrúa og fer úr þremur í tvo með 16,1 prósenta fylgi.

Vinstri-grænir halda sínum manni með 9,6 prósenta fylgi.

Björt framtíð eru að bjóða fram í fyrsta sinn og fá 15,2 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa.

Píratar fá fjögur prósent atkvæða og ná ekki inn manni.

Listi Kópavogsbúa missir sinn bæjarfulltrúa og fá 3,2 prósenta fylgi.

Aðrar tölur:

Talin hafa verið 8.784 atkvæði í Kópavogi en hlutfall fulltrúa á flokka breytist ekki neitt.

Þannig fær Sjálfstæðisflokkur 36,5 prósent atkvæða og fimm menn.

Samfylkingin fær tvo menn með 16,7 prósent og Björt framtíð fær sama fjölda með 14,5 prósenta fylgi.

Einn fulltrúa fá Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir en Framsókn fær 11,4 prósenta fylgi og Vinstri grænir 9,8 prósent.

Listi Kópavogsbúa missir sin bæjarfulltrúa.

Ármann Kr. Ólafsson sagði eftir fyrstu tölur að hann  væri í skýjunum með útkomuna.



Fyrstu tölur:


Miðað við fyrstu tölur úr Kópavogi heldur meirihlutinn velli. Á síðasta kjörtímabili var meirihlutinn skipaður bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista. Y-listinn bíður ekki fram að þessu sinni en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fá samtals sex bæjarfulltrúa af ellefu.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einum bæjarfulltrúa, fer úr fjórum í fimm og hefur 38 prósenta fylgi.

Framsóknaflokkurinn heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 11,9 prósenta fylgi.

Samfylkingin missir einn bæjarfulltrúa og fer úr þremur í tvo með 17,6 prósenta fylgi.

Vinstri-grænir halda sínum manni með 10,2 prósenta fylgi.

Björt framtíð eru að bjóða fram í fyrsta sinn og fá 14,5 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa.

Listi Kópavogsbúa missir sin bæjarfulltrúa og fá 3,3 prósenta fylgi.


Tengdar fréttir

Kosningakaffi hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi

Glatt var á hjalla í kosningamiðstöð sjálfstæðismanna í Kópavogi í dag. Ármann Kr. Einarsson oddviti flokksins í Kópavogi var bjartsýnn og spjallaði við samflokksmenn sína yfir glæsilegum veitingum og veglegri XD köku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×