Björt Framtíð á Akureyri fær minna úr kjörkössunum en kannanir gáfu til kynna Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2014 23:41 Margrét Kristín Helgadóttir, oddviti Bjartrar framtíðar á Akureyri. Margrét Kristín Helgadóttir, oddviti Bjartrar framtíðar á Akureyr var ánægð með það að ná inn bæjarfulltrúa verandi nýtt framboð í sveitarstjórn á Akureyri. Hún sagðist hins vegar viljað fá aðeins meira upp úr kjörkössunum. Björt framtíð er með 9.1% samkvæmt fyrstu tölum hér á Akureyri. „Já auðvitað er þetta svekkjandi en við megum ekki gleyma því að við erum nýtt framboð og erum náttúrlega þakklát fyrir hvert einasta atkvæði sem við fáum. Það að fá inn einn bæjarfulltrúa sem nýtt framboð er auðvitað æðislegt,“ segir Margrét Kristín Helgadóttir. Björt framtíð er að festa sig í sessi á sveitarstjórnarstiginu, nær inn mönnum í fjölda sveitarfélaga á landinu. Hins vegar er fylgi þeirra á Akureyri minna en í öðrum sveitarfélögum þar sem Björt framtíð býður fram. „Ég á ekki svör við því af hverju við erum að uppskera minna hér en í öðrum sveitarfélögum. það er nokkuð sérkennileg staða núna hér á Akureyri, hér eru sjö framboð og umræðan hefur verið þannig að flestir séu sammála og gott fólk í öllum flokkum svo það hlaut auðvitað að dreifast á milli framboðanna og þetta er útkoman samkvæmt fyrstu tölum,“ segir Margrét Kristín. Margrét Kristín er tilbúin til að starfa með öllum flokkum í meirihluta á næsta kjörtímabili. „Það er æðislegt fólk í öllum flokkum og við erum tilbúin að vinna með hverjum sem er að því að gera Akureyri að frábærum bæ.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Margrét Kristín Helgadóttir, oddviti Bjartrar framtíðar á Akureyr var ánægð með það að ná inn bæjarfulltrúa verandi nýtt framboð í sveitarstjórn á Akureyri. Hún sagðist hins vegar viljað fá aðeins meira upp úr kjörkössunum. Björt framtíð er með 9.1% samkvæmt fyrstu tölum hér á Akureyri. „Já auðvitað er þetta svekkjandi en við megum ekki gleyma því að við erum nýtt framboð og erum náttúrlega þakklát fyrir hvert einasta atkvæði sem við fáum. Það að fá inn einn bæjarfulltrúa sem nýtt framboð er auðvitað æðislegt,“ segir Margrét Kristín Helgadóttir. Björt framtíð er að festa sig í sessi á sveitarstjórnarstiginu, nær inn mönnum í fjölda sveitarfélaga á landinu. Hins vegar er fylgi þeirra á Akureyri minna en í öðrum sveitarfélögum þar sem Björt framtíð býður fram. „Ég á ekki svör við því af hverju við erum að uppskera minna hér en í öðrum sveitarfélögum. það er nokkuð sérkennileg staða núna hér á Akureyri, hér eru sjö framboð og umræðan hefur verið þannig að flestir séu sammála og gott fólk í öllum flokkum svo það hlaut auðvitað að dreifast á milli framboðanna og þetta er útkoman samkvæmt fyrstu tölum,“ segir Margrét Kristín. Margrét Kristín er tilbúin til að starfa með öllum flokkum í meirihluta á næsta kjörtímabili. „Það er æðislegt fólk í öllum flokkum og við erum tilbúin að vinna með hverjum sem er að því að gera Akureyri að frábærum bæ.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira