Innlent

Dagur fagnar fyrstu tölum og faðmar marga

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Dagur hefur faðmað marga í kvöld.
Dagur hefur faðmað marga í kvöld. Vísir/Daníel
„Mér er mjög ofarlega í huga að standa undir því trausti sem Reykvíkingar sýna okkur,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. Flokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík, sé miðað við fyrstu tölurnar sem birtust á ellefta tímanum í kvöld og eru með sex borgarfulltrúa.

Dagur er staddur í Stúdentakjallaranum, en þar heldur Samfylkingin kosningavöku sína. „Hér er rífandi stemning, ég ætlaði varla að komast inn og eiginlega ekki út aftur vegna faðmlaga. Það er beinlínis hollt að faðmast og alltof lítið gert af því í samfélaginu,“ segir Dagur og hlær.

Dagur fagnar í StúdentakjallaranumVísir/Daníel
Hann vonast til þess að meirihlutinn haldi. „Já, ég vona það. Þessi kosningabarátta hefur verið afar sérstök fyrir okkur. Við byrjuðum með lágt fylgi í upphafi árs en höfum verið að bæta við okkur jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið. Það hafa rosalega margir lagt mikið á sig í baráttunni og ég er þeim afar þakklátur,“ segir Dagur rétt áður en hann vindur sér aftur inn í Stúdentakjallarann. 

Árni Páll er sáttur með fyrstu tölur.Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×