Klúður í Kópavogi: Kjörstjórn ruglaðist á A og Æ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2014 13:56 Eldri hjón sem kusu utankjörstaða í Kópavogi skrifuðu A en ekki Æ á sinn kjörseðil og eru afar óhress. Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira