„Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2014 19:33 Viðar Örn hefur farið á kostum inn á vellinum. mynd/skjáskot af vefsíðu RÚV/ fésbókarsíða Vålerenga „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós þann sjöunda maí. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Viðar Örn hefur sjálfur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað tíu mörk í tíu leikjum. Fram kemur í frétt Dagbladet að ótrúlegt sé hversu vel Viðar hefur spilað á tímabilinu þegar hugur hans er hjá móður hans „Vissulega hefur þetta áhrif á mig. Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar en það er svo lítið sem ég get gert við þessu. Maður reynir að aðstoða og auðvitað væri betra ef ég væri núna heima á Íslandi.“ Viðar segist hlakka til að komast heim þegar hlé verður gert á deildarkeppninni í Noregi vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni hefur honum gengið ótrúlega vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennskunni. Viðar Örn er búinn að skora tíu mörk í norsku úrvalsdeildinni í tíu leikjum og er langmarkahæstur í deildinni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
„Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós þann sjöunda maí. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Viðar Örn hefur sjálfur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað tíu mörk í tíu leikjum. Fram kemur í frétt Dagbladet að ótrúlegt sé hversu vel Viðar hefur spilað á tímabilinu þegar hugur hans er hjá móður hans „Vissulega hefur þetta áhrif á mig. Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar en það er svo lítið sem ég get gert við þessu. Maður reynir að aðstoða og auðvitað væri betra ef ég væri núna heima á Íslandi.“ Viðar segist hlakka til að komast heim þegar hlé verður gert á deildarkeppninni í Noregi vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni hefur honum gengið ótrúlega vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennskunni. Viðar Örn er búinn að skora tíu mörk í norsku úrvalsdeildinni í tíu leikjum og er langmarkahæstur í deildinni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki