Heimdallur gagnrýnir tillögur Samfylkingar í húsnæðismálum Randver Kári Randversson skrifar 23. maí 2014 11:53 Ingvar Smári Birgisson, formaður Heimdallar. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Félagið telur að borgaryfirvöld eigi ekki að vera í leigustarfsemi, heldur megi leysa húsnæðisvanda ungs fólks með markaðsmiðuðum lausnum. Fjölga þurfi íbúðum og lækka leiguverð. Þá telur félagið að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur myndi örva íslenskan leigumarkað og útrýma svartri leigu. Þetta kemur fram í ályktun frá Heimdalli um húsnæðismál ungs fólks í Reykjavík, en hún hjóðar svo í heild sinni:Ungt fólk á milli steins og sleggjuHeimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, harmar stöðu húsnæðismála ungs fólks. Yfir 1000 nemar eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum og þúsundir fleiri í leit að húsnæði við hæfi.Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill ódýrt húsnæði. Ekki er langt síðan lóðaverð var 4% af byggingakostnaði en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Einnig eru borguð jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra íbúðar og 135 fermetra íbúðar, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórar íbúðir fremur en smáar. Félagið bendir líka á að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur væri mikil örvun fyrir íslenskan leigumarkað og mundi útrýma svartri leigu.Að lokum vill félagið gagnrýna tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Borgaryfirvöld eiga svo sannarlega ekki að vera í leigustarfsemi, sérstaklega þegar hægt er að leysa húsnæðisvandann með markaðsmiðuðum lausnum án þess að blása út velferðarþjónustu hins opinbera, sem er alltof stór fyrir.Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð - en ekki á kostnað skattgreiðenda. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Félagið telur að borgaryfirvöld eigi ekki að vera í leigustarfsemi, heldur megi leysa húsnæðisvanda ungs fólks með markaðsmiðuðum lausnum. Fjölga þurfi íbúðum og lækka leiguverð. Þá telur félagið að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur myndi örva íslenskan leigumarkað og útrýma svartri leigu. Þetta kemur fram í ályktun frá Heimdalli um húsnæðismál ungs fólks í Reykjavík, en hún hjóðar svo í heild sinni:Ungt fólk á milli steins og sleggjuHeimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, harmar stöðu húsnæðismála ungs fólks. Yfir 1000 nemar eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum og þúsundir fleiri í leit að húsnæði við hæfi.Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill ódýrt húsnæði. Ekki er langt síðan lóðaverð var 4% af byggingakostnaði en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Einnig eru borguð jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra íbúðar og 135 fermetra íbúðar, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórar íbúðir fremur en smáar. Félagið bendir líka á að afnám fjármagnstekjuskatts á leigutekjur væri mikil örvun fyrir íslenskan leigumarkað og mundi útrýma svartri leigu.Að lokum vill félagið gagnrýna tillögur Samfylkingarinnar sem fela í sér að borgaryfirvöld fari í samkeppni á leigumarkaði. Borgaryfirvöld eiga svo sannarlega ekki að vera í leigustarfsemi, sérstaklega þegar hægt er að leysa húsnæðisvandann með markaðsmiðuðum lausnum án þess að blása út velferðarþjónustu hins opinbera, sem er alltof stór fyrir.Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð - en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira