Fótbolti

Hierro: Sigurinn 98 skipti sköpum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Langþráður sigur
Langþráður sigur vísir/getty
Fernando Hierro fyrrum fyrirliði Real Madrid rifjaði upp í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu í kvöld hvernig titillinn 1998 skipti sköpum fyrir félagið sem vann þrjá titla á fimm árum.

Þegar í úrslitaleikinn 1998 var komið hafði Real Madrid ekki unnið Meistaradeildina, eða forvera hennar Evrópukeppni meistaraliði í 32 ár.

Nú er tólf ár liðin frá því að Real Madrid vann síðast og eyðimerkurgangan því ekki orðin eins löng og 98 Hierro og aðrir tengdir Real Madrid eru orðnir langeygir eftir titlinum sem liðið hefur unnið níu sinnum.

„Hvert ár sem leið, þráðum við titilinn heitar,“ sagði Hierro.

„Við vorum með frábært lið, góða stemningu í liðinu og reynda leikmenn. Við fengum tækifæri lífs okkar og gátum ekki klúðrað því.“

Real Madrid vann úrslitaleikinn 1998 gegn Juventus 1-0. Predrag Mijatovic skoraði markið sem skildi liðin að í seinni hálfleik.

„Ég hef aldrei upplifað önnur eins fagnaðarlæti. Þetta breytti sögu félagsins. Stuðningsmennirnir unnu í stúkunni. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Hierro.

Madrid getur unnið Meistaradeildina í tíunda sinn í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 17:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×