Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real Madrid var eðlilega býsna sáttur eftir sigurinn í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Ancelotti vann keppnina í þriðja sinn og jafnaði þar með árangur Bob Paisley sem stýrði Liverpool þrisvar til sigurs í keppninni á sínum tíma en hugur Ítalans var fyrst og fremst hjá stuðningsmönnum Real Madrid.
„Allir eru ákaflega stoltir. Þetta gerir stuðningsmenn Real Madrid mjög hamingjusama sem gleður okkur innilega,“ sagði Ancelotti eftir leikinn.
Gareth Bale fékk þrjú mjög góð færi til að skora í venjulegum leiktíma án árangurs en það kom ekki að sök og bætti hann fyrir það í framlengingunni og var Ancelotti mjög ánægður með dýrasta leikmann heims þegar yfir lauk.
„Gareth Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki og þannig hefur það verið allt þetta tímabil. Hann verður enn betri á næsta tímabili.“
Ancelotti: Bale var tilbúinn að skora á réttu augnabliki
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn