„Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Hann segir að oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík hafi ekki hugsað málið til enda. Mikil óánægja er meðal margra framsóknarmanna víða um land eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framsóknarmanna, lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar fyrir mosku við enda Suðurlandsbrautar. Lítið hefur hins vegar heyrst í forystumönnum Framsóknarflokksins vegna málsins sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á Facebook í dag að hann tæki undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Sigrún sagði í samtali við RÚV á laugardag að skoðanir oddvita flokksins í borginni endurspegli ekki skoðanir flokksins og gangi þvert á stefnu hans.Í sátt við íbúa Ibrahim Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi. „Þetta kom mér á óvart. Ég átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum,“ segir Ibrahim Sverrir. Hann bendir á að Reykjavík sé á athugunarlista af hjá nefnd Evrópuráðsins vegna mismununar. Fái múslimar ekki lóð undir mosku þá gæti Reykjavíkurborg átt það á hættu að fá stimpil vegna kynþáttahyggju. „Þetta er búið að fara í gegnum allt skipulagsferli og við áttum ágætan fund með íbúasamtökum Langholtshverfis,“ segir Ibrahim Sverrir. Moskan verður 800 fermetrar að stærð og turninn um níu metrar á hæð. Úthlutun lóðarinnar undir mosku hefur verið mótmælt og var svínahausum dreift á fyrirhuguðum byggingarreit í nóvember á síðasta ári. „Þegar svínahausunum var dreift þá fundum við fyrir mikilli samkennd og fengum margar stuðningsyfirlýsingar. Íslendingar eru ekki hrifnir af svona fasisma.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30