Þar má vænta tíðinda í kosningunum um næstu helgi en meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna stendur tæpt.
Þar eru Björt framtíð og Píratar að fá nokkuð fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur samkvæmt síðustu könnunum en tapar samt manni. Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson eru umsjónarmenn þáttarins sem var klukkan 19.20 í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.
Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Níels Thibaud Girerd hitar upp fyrir kosningarnar með því að taka yfir þáttinn Ísland í dag á Stöð 2 alla vikuna og var Hafnarfjarðarbær einnig á dagskrá hjá honum í kvöld.


