Sjálfstæðismenn bjóða ekki fram: "Mættu bara fimm á fundinn“ Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 10:56 Frá Vopnafirði. Mynd/Stöð 2. Þrjú framboð bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi. Framboðin eru Framsóknarlokkur, K-listi félagshyggjufólks og Ð-listi Betra Sigtúns. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn sem buðu fram árið 2010 bjóða ekki fram í komandi kosningum. Björn Hreinsson, oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum sagði í samtali við Vísi að ekki hafi fundist nægilega margir Sjálfstæðismenn til að setjast á lista hjá flokknum í hreppnum. „Við auglýstum fund þar sem átti að fara yfir málið og boðuðum til hans en það mættu bara fimm á fundinn svo við gátum ekki boðið fram að þessu sinni,“ sagði Björn Hreinsson. Um ástæður þess sagði Björn: „Stærstur hluti Sjálfstæðismanna í bænum eru ellilífeyrisþegar svo við erum ekki með nægilega marga til að leggja í það að bjóða fram, því miður.“ Því er ljóst að þrjú framboð bjóða fram. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem býður fram undir merkjum flokks á Landsvísu. K-listi samanstendur af félagshyggjufólki á vinstri væng stjórnmálanna. Betra Sigtún er nýtt framboð ungs fólks í hreppnum.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis,visir.is/kosningar. Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Þrjú framboð bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi. Framboðin eru Framsóknarlokkur, K-listi félagshyggjufólks og Ð-listi Betra Sigtúns. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn sem buðu fram árið 2010 bjóða ekki fram í komandi kosningum. Björn Hreinsson, oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum sagði í samtali við Vísi að ekki hafi fundist nægilega margir Sjálfstæðismenn til að setjast á lista hjá flokknum í hreppnum. „Við auglýstum fund þar sem átti að fara yfir málið og boðuðum til hans en það mættu bara fimm á fundinn svo við gátum ekki boðið fram að þessu sinni,“ sagði Björn Hreinsson. Um ástæður þess sagði Björn: „Stærstur hluti Sjálfstæðismanna í bænum eru ellilífeyrisþegar svo við erum ekki með nægilega marga til að leggja í það að bjóða fram, því miður.“ Því er ljóst að þrjú framboð bjóða fram. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem býður fram undir merkjum flokks á Landsvísu. K-listi samanstendur af félagshyggjufólki á vinstri væng stjórnmálanna. Betra Sigtún er nýtt framboð ungs fólks í hreppnum.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis,visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira