Tveggja högga víti Justin Rose tekið til baka AO skrifar 12. maí 2014 16:00 Sergio Garcia og Justin Rose ganga af 17. flötinni. Vísir/Getty Eftir að Justin Rose lauk leik sínum á þriðja hring á Players meistaramótinu um helgina fékk hann tvo högg í víti. En áður en hann hóf leik á lokadeginum voru þessi tvo högg í víti tekin til baka. Vítið var tekið til baka vegna þess að ekki var hægt að sjá með berum augum að golfboltinn hafi hreyfst. Í Janúar sl. var ákveðið að bæta við golfreglu 18-4 um að ekki sé hægt að dæma víti ef aðeins sé hægt að sjá hreyfingu á golfkúlunni með upptöku í sjónvarpi. Vítið fékk Justin Rose þegar hann var að fara að vippa inn á 18. flötina, þá steig hann til baka eftir að hafa stillt sér upp til að vippa. Justin sagði þá að boltinn hefði ekki hreyfst úr stað. Hann ráðfærði sig við Sergio Garcia, sem var með Justin í ráshóp og skoðaði upptöku af atburðinum. Þegar Justin var síðan kominn inn í klúbbhúsið og ræddi við dómara þá sást á upptökum, þar sem golfboltinn var stækkaður mjög mikið, að smá hreyfing var á boltanum. Þá fékk Justin tvö högg í víti samkvæmt reglu 18-2b um hreyfingu á golfbolta. Eitt högg fyrir að hreyfa boltann og annað fyrir að færa hann á sinn stað. Þar af leiðandi var tveim höggum bætt við skor hans á laugardeginum, fór úr 71 höggi í 73 högg. PGA-mótaröðin sendi út tilkynningu um að atvikið hefði verið endurskoðað vegna þess að viðbótin við reglu 18-4 hafði verið notuð áður. Í tilkynningunni stóð „Reglu Nefndin fór aftur yfir atvikið og einblíndi á hversu mikið tæknin átti þátt í upprunalegu ákvörðuninni. Eftir endurskoðunina var ljóst að eina leiðin til að staðfesta hreyfingu á boltanum hafi verið með aðstoð myndabandsupptöku.“ Ein á ástæðum þess að Justin Rose fékk á sig víti var að hann bakkaði frá boltanum. Þar sem hann hélt jafnvel að boltinn hafi hreyfst. Justin hélt því alltaf fram að boltinn hafi ekki hreyfst úr stað heldur hafi komið hreyfing á boltann. Þangað til að hann sá myndbandsupptöku með nærmynd af boltanum. Justin sagði nærmyndina hafa verið svo mikla að „boltinn leit út eins og Legobolti í nærmyndinni". Justin sagði einnig: „Ég er mjög ánægður með að vítinu hafi verið breytt. Það er mjög sjaldan ef ekki aldrei sem dómi er breytt“. Justin Rose vildi ekki gera of mikið mál úr þessu þar sem hann átti eftir að spila loka hringinn. Breytingin á vítinu kom það seint að ekki reyndist unnt að breyta rástímum á loka deginum og Justin var því í ráshóp sem var klukkutíma fyrr en hann átti í raun að vera eftir breytinguna. Hann endaði í fjórða sæti í mótinu á 10 höggum undir pari ásamt Jordan Spieth. Golf Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eftir að Justin Rose lauk leik sínum á þriðja hring á Players meistaramótinu um helgina fékk hann tvo högg í víti. En áður en hann hóf leik á lokadeginum voru þessi tvo högg í víti tekin til baka. Vítið var tekið til baka vegna þess að ekki var hægt að sjá með berum augum að golfboltinn hafi hreyfst. Í Janúar sl. var ákveðið að bæta við golfreglu 18-4 um að ekki sé hægt að dæma víti ef aðeins sé hægt að sjá hreyfingu á golfkúlunni með upptöku í sjónvarpi. Vítið fékk Justin Rose þegar hann var að fara að vippa inn á 18. flötina, þá steig hann til baka eftir að hafa stillt sér upp til að vippa. Justin sagði þá að boltinn hefði ekki hreyfst úr stað. Hann ráðfærði sig við Sergio Garcia, sem var með Justin í ráshóp og skoðaði upptöku af atburðinum. Þegar Justin var síðan kominn inn í klúbbhúsið og ræddi við dómara þá sást á upptökum, þar sem golfboltinn var stækkaður mjög mikið, að smá hreyfing var á boltanum. Þá fékk Justin tvö högg í víti samkvæmt reglu 18-2b um hreyfingu á golfbolta. Eitt högg fyrir að hreyfa boltann og annað fyrir að færa hann á sinn stað. Þar af leiðandi var tveim höggum bætt við skor hans á laugardeginum, fór úr 71 höggi í 73 högg. PGA-mótaröðin sendi út tilkynningu um að atvikið hefði verið endurskoðað vegna þess að viðbótin við reglu 18-4 hafði verið notuð áður. Í tilkynningunni stóð „Reglu Nefndin fór aftur yfir atvikið og einblíndi á hversu mikið tæknin átti þátt í upprunalegu ákvörðuninni. Eftir endurskoðunina var ljóst að eina leiðin til að staðfesta hreyfingu á boltanum hafi verið með aðstoð myndabandsupptöku.“ Ein á ástæðum þess að Justin Rose fékk á sig víti var að hann bakkaði frá boltanum. Þar sem hann hélt jafnvel að boltinn hafi hreyfst. Justin hélt því alltaf fram að boltinn hafi ekki hreyfst úr stað heldur hafi komið hreyfing á boltann. Þangað til að hann sá myndbandsupptöku með nærmynd af boltanum. Justin sagði nærmyndina hafa verið svo mikla að „boltinn leit út eins og Legobolti í nærmyndinni". Justin sagði einnig: „Ég er mjög ánægður með að vítinu hafi verið breytt. Það er mjög sjaldan ef ekki aldrei sem dómi er breytt“. Justin Rose vildi ekki gera of mikið mál úr þessu þar sem hann átti eftir að spila loka hringinn. Breytingin á vítinu kom það seint að ekki reyndist unnt að breyta rástímum á loka deginum og Justin var því í ráshóp sem var klukkutíma fyrr en hann átti í raun að vera eftir breytinguna. Hann endaði í fjórða sæti í mótinu á 10 höggum undir pari ásamt Jordan Spieth.
Golf Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira