Jón Axel og Ingvi Þór Guðmundssynir eru á leið frá Grindavík þar sem þeir hefja skólagöngu í Bandaríkjunum í vor.
Jón Axel er á átjánda aldursári og var í stóru hlutverki með Grindavík í vetur. Ingvi Þór er tveimur árum yngri og kom við sögu í nokkrum leikjum liðsins.
Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa bræðurnir átt í viðræðum við nokkra skóla í Bandaríkjunum en úr varð að þeir spila með Church Farm-miðskólanum í Philadelphia. Þetta staðfesti Jón Axel í samtali við karfan.is.
„Við ákváðum báðir að stefna frekar til Bandaríkjanna því okkur finnst meiri tækifæri þar, sérstaklega ef þú stefnir á að komast í góðan háskóla eins og ég geri,“ sagði Jón Axel.
Viðtalið má lesa í heild sinni á karfan.is.
Bræðurnir halda til Bandaríkjanna
Tengdar fréttir
Jón Axel mögulega á förum frá Grindavík
Hinn stórefnilegi Jón Axel Guðmundsson er að leita sér að skóla í Bandaríkjunum.