Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Atletico Madrid er Spánarmeistari 2014. Vísir/Getty Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty
Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51
Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04