Körfubolti

Verður í lyftingasalnum í sumar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermansson var besti maður úrslitakeppinnar í körfubolta. Hann hefur lokið keppni á Íslandi, en Martin getur valið úr tilboðum frá bandarískum háskólum.

Hann er aðeins 19 ára gamall bar uppi leik KR–inga í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir ungan aldur fann hann ekki fyrir pressu.

„Ég legg mesta pressu á sjálfan mig. Ég fann ekkert fyrir alltof mikilli pressu. Ég fékk fullt traust frá þjálfaranum og liðsfélagarnir vita hvað ég get,“ sagði Martin við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Martin byrjaði að leika með meistarflokki karla aðeins 15 ára gamall, en eftir frábæra frammistöðu á nýafstaðinni leiktíð er hann eftirsóttur af háskólum í Bandaríkjunum.

„Það er ekki hægt lenda í vondu „prógrammi“ í 1. deildinni í háskólaboltanum en það eru skólar sem mig langar frekar í en aðra,“ sagði Martin sem þarf að styrkja sig líkamlega í sumar fyrir átökin í háskólaboltanum í vetur.

„Ég ætla að vera duglegur í lyftingasalnum í sumar. Ég þarf að styrkja mig til að eiga eitthvað í þessa menn þarna úti. Þeir eru miklu hraðari, hoppa hærra og eru sterkari en hérna heima. Lyftingasalurinn er eitthvað sem maður stefnir á.“

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×