Framsókn býður menntaskólanemum tertusneið Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 14:12 Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti, og kakan góða sem Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði bauð nemendum Flensborgarskólans í morgun Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira