Fulltrúar frá bresku lögreglunni, Scotland Yard, eru nú komnir til Portúgal til þess að hafa yfirumsjón með uppgreftri sem fyrirhugaður er á nokkrum stöðum sumardvalarbænum Praia da Luz.
Staðurinn komst í heimsfréttirnar árið 2007 þegar hin þriggja ára gamla Madeleine Mc Cann hvarf af hótelherbergi sínu og hefur ekkert til hennar spurst síðan.
Til stendur að grafa á þremur ótilgreindum stöðum á svæðinu og þá vilja bresku lögreglumennirnir yfirheyra nokkra menn sem grunaðir eru um að hafa stundað innbrot í bænum á þeim tíma sem Maddí litla hvarf.

