Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2014 21:15 Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar. Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar.
Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00