Oddviti Neslistans hefur áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 13:03 Neslistinn hefur boðið fram krafta sína síðan 1990 Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira