Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið 20. apríl 2014 19:58 Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira