„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 15:13 vísir/vilhelm/daníel „Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira