Jordan Spieth og Bubba Watson efstir fyrir lokahringinn á Masters 12. apríl 2014 23:48 Jordan Spieth á 12. holu í dag. AP/Vísir Hinn tvítugi Jordan Spieth hefur heldur betur slegið í gegn á Mastersmótinu en fyrir lokahringinn deilir hann forystunni með Bubba Watson. Báðir kylfingar eru fimm höggum undir pari en Spieth hefur sýnt mikinn stöðugleika í leik sínum og leikið alla hringina í mótinu undir pari, þrátt fyrir að þetta sé fyrsta Mastersmótið sem hann tekur þátt í á ferlinum. „Leikplanið mitt hefur alveg gengið upp,“ sagði Spieth í viðtali við fréttastofu Sky eftir hringinn í dag. „Að spila á Masters er draumur sem er nú þegar orðinn að veruleika, að vinna mótið er annar draumur út af fyrir sig, það yrði stórkostlegt.“ „Ég held að lykillinn að árangri hérna á Augusta sé að vera þolinmóður, völlurinn refsar og gefur til skiptis, maður verður bara að vera þolinmóður og passa að missa ekki móðinn þegar að slæmu höggunum er refsað.“ Bubba Watson spilaði frábært golf fyrstu tvo dagana og leiddi mótið eftir tvo hringi. Honum tókst þó ekki að fylgja því eftir á þriðja hring en hann kom inn á 74 höggum, tveimur yfir pari og er því toppbaráttan galopin fyrir lokahringinn. Jafnir í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari eru Matt Kuchar og Jonas Blixt en á eftir þeim á þremur höggum undir pari koma Rickie Fowler og Miguel Angel Jimenez. Jimenez rétt skreið í gegn um niðurskurðinn í gær en fór á kostum í dag og lék á 66 höggum eða sex undir pari. Á morgun eru því ágætar líkur á að nýtt met verði sett þar sem Jordan Spieth gæti orðið yngsti kylfingurinn í sögunni til þess að sigra á Mastersmótinu. Á hinn bóginn gæti Miguel Angel Jimenez orðið elsti kylfingur sögunnar til þess að bera sigur úr býtum á risamóti í golfi. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, spilaði sig úr toppbaráttunni í dag eftir hring upp á 76 högg en hann er samtals á einu höggi yfir pari fyrir lokahringinn, jafn nokkrum öðrum kylfingum í 16. sæti. Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hinn tvítugi Jordan Spieth hefur heldur betur slegið í gegn á Mastersmótinu en fyrir lokahringinn deilir hann forystunni með Bubba Watson. Báðir kylfingar eru fimm höggum undir pari en Spieth hefur sýnt mikinn stöðugleika í leik sínum og leikið alla hringina í mótinu undir pari, þrátt fyrir að þetta sé fyrsta Mastersmótið sem hann tekur þátt í á ferlinum. „Leikplanið mitt hefur alveg gengið upp,“ sagði Spieth í viðtali við fréttastofu Sky eftir hringinn í dag. „Að spila á Masters er draumur sem er nú þegar orðinn að veruleika, að vinna mótið er annar draumur út af fyrir sig, það yrði stórkostlegt.“ „Ég held að lykillinn að árangri hérna á Augusta sé að vera þolinmóður, völlurinn refsar og gefur til skiptis, maður verður bara að vera þolinmóður og passa að missa ekki móðinn þegar að slæmu höggunum er refsað.“ Bubba Watson spilaði frábært golf fyrstu tvo dagana og leiddi mótið eftir tvo hringi. Honum tókst þó ekki að fylgja því eftir á þriðja hring en hann kom inn á 74 höggum, tveimur yfir pari og er því toppbaráttan galopin fyrir lokahringinn. Jafnir í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari eru Matt Kuchar og Jonas Blixt en á eftir þeim á þremur höggum undir pari koma Rickie Fowler og Miguel Angel Jimenez. Jimenez rétt skreið í gegn um niðurskurðinn í gær en fór á kostum í dag og lék á 66 höggum eða sex undir pari. Á morgun eru því ágætar líkur á að nýtt met verði sett þar sem Jordan Spieth gæti orðið yngsti kylfingurinn í sögunni til þess að sigra á Mastersmótinu. Á hinn bóginn gæti Miguel Angel Jimenez orðið elsti kylfingur sögunnar til þess að bera sigur úr býtum á risamóti í golfi. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, spilaði sig úr toppbaráttunni í dag eftir hring upp á 76 högg en hann er samtals á einu höggi yfir pari fyrir lokahringinn, jafn nokkrum öðrum kylfingum í 16. sæti.
Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira