Innlent

Mótmælendur komu í veg fyrir að Alma legðist að bryggju í Durban

Skipið ALMA undirbýr siglingu til Japan.
Skipið ALMA undirbýr siglingu til Japan. Mynd/Daníel
Flutningaskipið Alma, sem siglir nú með um tvö þúsund tonn af hvalkjöti frá Íslandi til Japans, hætti við að leggja að bryggju í höfninni í Durban í Suður Afríku í gær þar sem til stóð að taka olíu og vistir.

Ríkisútvarpið í Suður Afríku greinir frá því á heimasíðu sinni að skipið hafi hætt við að koma við í Durban í kjölfar mikilla mótmæla þar í landi en um 21 þúsund manns höfðu mótmælt komu skipsins og hvatt hafnaryfirvöld til þess að neita skipinu um þjónustu en það voru verndarsamtökin Greenpeace sem hafa staðið fyrir mótmælunum síðustu tvo daga.

Þá krefjast samtökin þess að skipið fái ekki að leggja að í öðrum höfnum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×