Helgi Jónas snýr aftur - tekur við Keflavíkurliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 09:16 Helgi Jónas Guðfinnsson og Falur Harðarson formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mynd/Heimasíða Keflavíkur Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira