Guðni undir feldi Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2014 13:14 Fari Guðni fram og nái inn er ekki loku fyrir það skotið að hann komist í oddastöðu og gæti þannig orðið borgarstjóri í Reykjavík. Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira