Nú er ljóst að KR mætir Grindavík í úrslitum Dominos deildar karla í körfubolta. Úrslitin hefjast á mánudaginn annan í páskum og á KR heimaleikjarétt.
KR lagði Stjörnuna í fjórum leikjum í undanúrslitum og í gærkvöld lagði Grindavík Njarðvík í oddaleik liðanna í röstinni í Grindavík.
Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari en Grindavík á titil að verja.
Dagskrá úrslitanna:
Mánudagur 21.4 kl. 19:15: KR - Grindavík
Föstudagur 25.4 kl. 19:15 Grindavík - KR
Mánudagur 28. 4 kl. 19:15 KR - Grindavík
*Fimmtudagur 1.4 kl. 19:15 Grindavík - KR
*Laugardagur 3.4 kl. 19:15 KR - Grindavík
*Ef með þarf.
Körfubolti