Barcelona í fyrsta sinn í hættu með að missa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2014 13:45 Lionel Messi. Vísir Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims. Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40
Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21
Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01
Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29