Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Hjörtur Hjartarson skrifar 19. apríl 2014 19:30 Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira