Síðasta stopp PGA-mótaraðarinnar áður en Masters hefst er í Texas en þar fer fram Shell Houston Open. Yfirleitt eru mörg stór nöfn sem taka sér frí vikuna fyrir Masters en í ár eru þó óvenju margir þekktir kylfingar sem taka þátt. Rory McIlroy, Dustin Johnson, Luke Donald, Sergio Garcia, Rickie Fowler og Phil Mickelson verða með svo einhverjir séu nefndir en Mickelson sigraði mótið árið 2011.
Sýnt verður beint frá öllum hringjum á Shell Houston Open á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 19:00 á fimmtudaginn. Það er þó ekki eina golfmótið sem sýnt verður í beinni á stöðinni um helgina en fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu, Kraft Nabisco meistaramótið, verður einnig í beinni útsendingu. Mótið fer fram á hinum glæsilega Dinah Shore velli í Kaliforníuríki en í fyrra sigraði Inbee Park frá Suður-Kóreu með töluverðum yfirburðum.
Allir bestu kvennkylfingar heims taka þátt en útsending frá Kraft Nabisco meistaramótinu hefst á fimmtudaginn klukkan 22:00 á Golfstöðinni.
Shell Houston Open hefst á morgun

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn