Fótbolti

Real Madrid stálheppið að komast áfram | Sjáðu mörkin

Reus skorar í kvöld.
Reus skorar í kvöld. Vísir/Getty
Real Madrid slapp heldur betur með skrekkinn er liðið sótti Dortmund heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann leikinn 2-0 en hefði hæglega getað unnið mun stærri sigur. Real vann fyrri leikin 3-0 og fer því áfram.

Real Madrid fékk ódýrt víti snemma leiks. Angel di Maria steig á punktinn og lét verja frá sér. Þetta kveikti í heimamönnum.

Marco Reus kom Dortmund yfir er hann komst inn í sendingu varnarmanns til baka. Refsað grimmt. Hann kom sínu liði síðan í 2-0 og aftur eftir slæm mistök varnarmanna Real.

2-0 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum hefði Dortmund átt að komast í 3-0. Henrikh Mkhitaryan komst þá einn í gegn, fram hjá Casillas í markinu en skot hans fór í stöng.

Skömmu síðar fékk Dortmund tvö dauðafæri en boltinn vildi ekki inn. Spænski risinn lifði á lyginni á þessum tímapunkti og gerði það út leikinn.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Dortmund en Real er komið áfram en liðið spilaði án Cristiano Ronaldo í kvöld.



Fyrra mark Reus. Reus skorar aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×