Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2014 16:24 Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld. Stóru málin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld.
Stóru málin Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira