Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2014 16:24 Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld. Stóru málin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld.
Stóru málin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira