Ástralinn Adam Scott átti hreint út sagt magnaðan fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational mótinu en hann jafnaði vallarmetið á hinum fræga Bay Hill velli í Flórída eftir að hafa leikið á 62 höggum eða 10 undir pari. Scott fékk tvo erni og sjö fugla á hringnum en hann leiðir mótið með þremur höggum og gæti með sigri komist upp fyrir Tiger Woods í efsta sæti heimslistans. Í öðru sæti eru Ryo Ishikawa og John Merrick á sjö undir pari en einn í fjórða sæti er spænski kylfingurinn Gonzalo Fdez-Castano á sex undir.
Nokkur þekkt nöfn eru á fimm höggum undir pari, meðal annars Brandt Snedeker og Paul Casey en aðstæður á Bay Hill vellinum til að skora vel voru mjög góðar í dag. Lítill vindur, rúmlega 30 stiga hiti og skýin héldu sólinni úr augum keppenda. Tilþrif dagsins átti þó Graeme McDowell sem lék fyrsta hring á fjórum höggum undir pari en hann setti niður 24 metra pútt fyrir erni á sjöttu holu.
Hringur númer tvö fer fram á morgun og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 19:00.
Adam Scott leiðir á Arnold Palmer Invitational eftir frábæran fyrsta hring

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
