Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann auðveldan 3-0 sigur á Celta Vigo.
Neymar skoraði tvívegis og Lionel Messi bætti einu við. Barcelona hafði gríðarlega yfirburði í leiknum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk.
Liðið missti þó markvörðinn sinn, Victor Valdes, meiddan af velli og gætu meiðsl hans verið alvarleg.
Barcelona er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar en Madridarliðin eiga einn leik inni.
Auðvelt hjá Barcelona

Tengdar fréttir

Valdes sleit krossband | Myndband
Victor Valdes, markvörður Barcelona, er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið en hann meiddist á hné í kvöld í leik Barcelona og Celta Vigo.