Stjarnan vann ævintýralegan sigur á Keflavík í kvöld með flautukörfu frá Marvin Valdimarssyni. Stjarnan komst þar með í undanúrslit Dominos-deildar karla en Garðbæingar unnu rimmuna, 3-0.
Keflavík var tveim stigum yfir er nokkrar sekúndur lifðu leiks. Justin Shouse leitaði að skotinu, fann ekki opið skot en sem betur fer fyrir Stjörnuna fann hann Marvin sem negldi niður skotið.
Keflavík fékk eitt tækifæri til að komast aftur yfir og var ekki fjarri því.
Lokasekúndurnar frá leikbrot.is má sjá hér að neðan.
Flautukarfa Marvins | Myndband
Tengdar fréttir
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 81-77 | Njarðvíkingar komnir í undanúrslit
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Dominos deildarinnar eftir fjögurra stiga sigur á Haukum í miklum spennuleik.
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 93-94 | Marvin með ótrúlega sigurkörfu
Stjarnan er komin í undanúrslit Dominos-deildar karla eftir að hafa sópað Keflavík, 3-0, í átta liða úrslitunum. Stjarnan vann magnaðan eins stigs sigur í Sláturhúsinu í kvöld.