Það helli rigndi fyrir tímatökuna. Henni var frestað um 50 mínútur. Vatnið á brautinni gerði hana óökuhæfa. Í rakanum og hitanum þornaði brautin mjög hratt og flestir ökumenn fóru því af stað í fyrstu lotu á milliregndekkjum.
„Það var nánast ómögulegt að sjá á brautinni.“ Sagði Lewis Hamilton eftir tímatökuna. Vettel sagðist mjög ánægður með niðurstöðuna.
„Þriðja sætið er góður staður til að vera á. Keppnin á morgun er löng, það er aldrei að vita hvað veðrið mun gera á morgun.“ Sagði Nico Rosberg.
Það rigndi í lok fyrstu lotu, rauðum flöggum var veifað þegar 35 sekúndur voru eftir vegna Marcus Ericsson. Hann missti grip og endaði á vegriði. Þar með lauk lotunni. Í fyrstu lotunni detta 6 hægustu ökumennirnir út. Í morgun voru það: Pastor Maldonado, Adrian Sutil, Jules Bianchi, Kamui Kobayashi, Max Chilton og Marcus Ericsson.

Eftir aðra lotu standa tíu hröðustu ökumennirnir eftir. Báðir Williams bílarnir duttu út sem voru mikil vonbrigði fyrir liðið. Þeir sex sem duttu þar út voru: Daniil Kvyat, Esteban Gutierrez, Felipe Massa, Sergio Perez, Valtteri Bottas og Romain Grosjean.
Þriðja lotan hófst á því að Kevin Magnussen á McLaren reyndi að fara út á milliregndekkjum. Hann kom inn til að fara á regndekk eftir fyrsta hring. Liðsfélagi hans, Jenson Button fór út á notuðum milliregndekkjum en kom inn eftir fyrsta hring. Þá fór hann á ný milliregndekk.
Keppnin verður á Stöð 2 Sport klukkan 7:30 í fyrramálið.

2.Sebastian Vettel - Red Bull
3.Nico Rosberg - Mercedes
4.Fernando Alonso - Ferrari
5.Daniel Ricciardo - Red Bull
6.Kimi Raikkonen - Ferrari
7.Nico Hulkenberg - Force India
8.Kevin Magnussen - McLaren
9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso
10.Jenson Button - McLaren
11.Daniil Kvyat - Toro Rosso
12.Esteban Gutierrez - Sauber
13.Felipe Massa - Williams
14.Sergio Perez - Force India
15.Valtteri Bottas - Williams
16.Romain Grosjean - Lotus
17.Pastor Maldonado - Lotus
18.Adrian Sutil - Sauber
19.Jules Binachi - Marussia
20.Kamui Kobayashi - Caterham
21.Max Chilton - Marussia
22.Marcus Ericsson - Marussia