Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 10:30 Arsenal mætir Bayern München í kvöld í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en liðið er undir eftir fyrri leikinn, 2-0, og á erfitt verkefni fyrir höndum. Eins og fram kom fyrr í dag hefur það aðeins sex sinnum gerst í sögunni að lið hefur komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir að tapa fyrri leiknum á heimavelli. Arsenal-menn geta þó huggað sig við það að þeir unnu Bayern á sama velli á sama stigi keppninnar í fyrra, 2-0, en féllu þá úr leik á færri mörkuðum skoruðum á útivell. Wenger verður án aðalmarkvarðar liðsins, WojciechSzczesny, í kvöld sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum á Emirates-vellinum. Wenger finnst það gerast aðeins of oft. „Við höfum nokkrum sinnum spilað manni færri í Evrópu og alltaf undir mjög sérstökum kringumstæðum. Bæði í úrslitum Meistaradeildarinnar og nú gegn Bayern,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær. Arsenal missti einnig Robin van Persie af velli í útsláttarkeppninni gegn Barcelona fyrir nokkrum árum. Hollendingurinn sparkaði þá boltanum að marki Börsunga eftir að dómarinn hafði flautað og fékk gult spjald fyrir. Voru flestir sammála um að annað gult spjald væri ansi strangur dómur í jafnmikilvægum leik. „Þegar við mættum Barcelona og gátum komist áfram fengum við gult spjald þegar Robin van Persie sparkaði boltanum í burtu. Það var í fyrsta og eina skipti sem ég hef séð mann vera rekinn af velli fyrir slíkt í Evrópu. Ég vonast því til að við fáum sanngjarnt tækifæri til að spila ellefu á móti ellefu allan leikinn gegn Bayern,“ sagði Arsene Wenger. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Arsenal mætir Bayern München í kvöld í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en liðið er undir eftir fyrri leikinn, 2-0, og á erfitt verkefni fyrir höndum. Eins og fram kom fyrr í dag hefur það aðeins sex sinnum gerst í sögunni að lið hefur komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir að tapa fyrri leiknum á heimavelli. Arsenal-menn geta þó huggað sig við það að þeir unnu Bayern á sama velli á sama stigi keppninnar í fyrra, 2-0, en féllu þá úr leik á færri mörkuðum skoruðum á útivell. Wenger verður án aðalmarkvarðar liðsins, WojciechSzczesny, í kvöld sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum á Emirates-vellinum. Wenger finnst það gerast aðeins of oft. „Við höfum nokkrum sinnum spilað manni færri í Evrópu og alltaf undir mjög sérstökum kringumstæðum. Bæði í úrslitum Meistaradeildarinnar og nú gegn Bayern,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær. Arsenal missti einnig Robin van Persie af velli í útsláttarkeppninni gegn Barcelona fyrir nokkrum árum. Hollendingurinn sparkaði þá boltanum að marki Börsunga eftir að dómarinn hafði flautað og fékk gult spjald fyrir. Voru flestir sammála um að annað gult spjald væri ansi strangur dómur í jafnmikilvægum leik. „Þegar við mættum Barcelona og gátum komist áfram fengum við gult spjald þegar Robin van Persie sparkaði boltanum í burtu. Það var í fyrsta og eina skipti sem ég hef séð mann vera rekinn af velli fyrir slíkt í Evrópu. Ég vonast því til að við fáum sanngjarnt tækifæri til að spila ellefu á móti ellefu allan leikinn gegn Bayern,“ sagði Arsene Wenger.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Sagan ekki með Man. City og Arsenal í liði í Meistaradeildinni Aðeins sex sinnum hefur lið farið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap í fyrri leik á heimavelli. 11. mars 2014 09:45