14 slökkvilið aldrei skilað inn brunavarnaáætlun Svavar Hávarðsson skrifar 12. mars 2014 08:48 Án brunavarnaáætlunar er hvergi kortlagt hvort slökkvilið geti uppfyllt lögbundnar skyldur sínar. Svo á við um 14 af 37. Fréttablaðið/Hari Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin. Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin.
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira