14 slökkvilið aldrei skilað inn brunavarnaáætlun Svavar Hávarðsson skrifar 12. mars 2014 08:48 Án brunavarnaáætlunar er hvergi kortlagt hvort slökkvilið geti uppfyllt lögbundnar skyldur sínar. Svo á við um 14 af 37. Fréttablaðið/Hari Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin. Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin.
Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira