Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint.
Hann er ekkert sérstaklega hrifinn af liði Clarence Seedorf í dag og segir Seedorf ekki vera með neitt lið í höndunum.
Milan féll úr leik í Meistaradeildinni í gær gegn Atletico Madrid. Milan tapaði rimmunni 5-1 samanlagt.
"Þetta var sorgleg stund fyrir Milan og ítalskan fótbolta. Milan er ekkert lið. Liðið verst ekki saman og í sókn er einstaklingsframtakið alls ráðandi," sagði hinn 67 ára gamli Sacchi.
"Ég var sérstaklega óánægður með Adebl Taarabt í leiknum. Hann vafraði um völlinn án tilgangs. Þetta var ekki gott."
AC Milan er ekkert lið

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn
