Fótbolti

Frakkinn með flautuna átti ekki gott kvöld| Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stéphane Lannoy fékk að heyra það frá nokkrum leikmönnum City.
Stéphane Lannoy fékk að heyra það frá nokkrum leikmönnum City.
Franski dómarinn Stéphane Lannoy átti ekki góðan leik í kvöld þegar hann dæmdi seinni leik Barcelona og Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Stéphane Lannoy dæmdi ekki tvö greinileg víti í leiknum og dæmdi einnig mark ranglega af ásamt aðstoðarmönnum sínum.

Barcelona hefði getað verið í allt annarri stöðu í hálfleik hefði Lannoy gefið þeim löglegt mark og víti í fyrri hálfleiknum.

Það gerði hann hinsvegar ekki og sleppti síðan örðu víti þegar Manchester City gerði sig líklegt í seinni hálfleiknum.

Hörður Magnússon lýsti leiknum á Stöð 2 Sport og var skiljanlega ekki ánægður með Frakkann sem var langt frá því að vera í sama klassa og frábærir leikmenn liðanna.

Hörður spáði því að Lannoy fái ekki fleiri leiki í keppninni en hér fyrir ofan má sjá myndband með nokkrum röngum dómum hans í leiknum á Nývangi í kvöld.

Nokkrir umdeildir dómar Stéphane Lannoy í leiknum á Camp Nou í kvöld.

Tengdar fréttir

Mörk kvöldsins í Meistaradeildinni | Myndband

Spænska liðið Barcelona og franska liðið Paris St-Germain komust í kvöld áfram í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en Manchester City og Bayer Leverkusen eru úr leik.

Zlatan og félagar komust örugglega áfram | Myndband

Franska liðið Paris St-Germain átti ekki í miklum vandræðum að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur í seinni leiknum á móti þýska liðinu Bayer Leverkusen.

Barcelona í átta liða úrslitin sjöunda árið í röð | Myndband

Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×