Frægasti kylfusveinn heims að hætta Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 13:15 Steve Williams hefur borið kylfurnar fyrir Greg Norman, Tiger Woods og Adam Scott. Vísir/Getty Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott er að missa allt sem hefur breytt honum úr góðum kylfingi í frábæran kylfing og gert honum kleift að vinna risamót. Magapútterar, sem hann hefur notast við, verða bannaðir frá og með árinu 2016 og nú ætlar kylfusveinninn hans aðeins að sinna pokanum í hlutastarfi eftir þetta ár. Kylfusveinnin sem um ræðir er auðvitað SteveWilliams, fyrrverandi kylfusveinn Tigers Woods, sem hefur haft góð áhrif á Ástralann eftir að Tiger rak hann af pokanum hjá sér fyrir þremur árum. „Adam veit hvað ég ætla mér. Hann veit að 2014 verður síðasta árið sem ég sinni þessu í fullu starfi. Ef ég held áfram 2015 verður það eitthvað takmarkað,“ sagði Williams í golfþætti á Fox á þriðjudaginn. „Við einbeitum okkur bara að því að eiga gott ár núna og svo ræðum við framtíðina í lok tímabilsins,“ sagði Williams sem hefur fengið nóg eftir rúma þrjá áratugi á PGA-mótaröðinni. „Ég held þetta sé 36. árið sem ég er kylfusveinn. Ég er orðinn fimmtugur og núna er rétti tíminn. Ég hef fengið nóg af starfinu en hef vissulega skemmt mér vel,“ sagði Steve Williams.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira