Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 66-61 | Haukastúlkur leiða gegn Keflavík Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 15. mars 2014 00:01 Lele Hardy var öflug sem fyrr. vísir/stefán Haukar eru komnir yfir í einvíginu gegn Keflavík í Dominos-deild kvenna en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitunum í dag. Haukastúlkur byrjuðu leikinn vel og voru yfir 5-0 þegar tvær mínútur voru búnar af fyrsta leikhluta. Þá mættu Keflavíkurstúlkur til leiks og skoruðu næstu sex stig, og komust yfir. Ekki var mikið stigaskor í fyrsta leikhluta og var vott af stressi í báðum liðum. Bæði lið hentu boltanum af og til útaf við litla sem enga pressu. Gestirnir náðu að halda Lele Hardy vel niðri í fyrsta leikhluta sem var greinilega uppleggið, því ávallt voru einar til tvær mættar á hana um leið og hún fékk boltann. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 10-8 fyrir Hauka, en þá var komið að Lele Hardy. Hún setti niður tíu stig á rúmum tveim mínútum í upphafi annars leikhluta. Þá var staðan skyndilega orðin 20-11. Þá vöknuðu Keflavíkurstúlkur aftur upp af værum blundi. Þær söxuðu á, en Lele Hardy var frábær og liðsheildin hjá Haukum almennt. Þær spiluðu sterka vörn og lokuðu vel á gestina, en hálfleikstölur voru 34-27. Lele Hardy með nítján stig í fyrri hálfleik fyrir Hauka, en Diamber Johnson tíu fyrir Keflavík. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum, nema Keflvíkingar mættu mun grimmari undir körfuna eftir því sem leið á og tóku fleiri fráköst. Þær náðu að minnka muninn í fimm stig þegar fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta, en þá hrukku heimamenn aftur í gang og munurinn var ellefu stig þegar þriðji leikhluti rann sitt skeið. Gestirnir náðu lítið sem ekkert að ógna í fjórða leikhluta, en munurinn varð minnst sjö stig. Ekkert var skorað frá 35. mínútu til þeirra 38. mínútu, en bæði lið spiluðu sterkar varnir. Sóknarleikurinn var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Lokatölur urðu svo fimm stiga sigur Hauka, 66-61 Lele Hardy var algjörlega frábær. Hún skoraði 28 stig og tók þar af auki sautján fráköst. Hún dró vagninn og ekki í fyrsta skipti sem hún gerir það í vetur og líklega ekki það síðasta. Diamber Johnson var stigahæst hjá gestunum með 21 stig. Hún tók einnig átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudaginn í Keflavík, en Keflavík þarf að spila betur og fleiri þurfa að gefa af sér ætli liðið sér ekki að tapa á mánudag einnig. Fimm leikmenn skoruðu fimm stig eða fleiri fyrir Hauka, en einungis þrír hjá Keflavík sem munar um minna.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Lele vinnur ekki seríuna ein ,,Það er mjög gott að fá fyrsta sigurinn og ég er virkilega ánægður með það," sagði Bjarni við Vísi. ,,Þetta var leikur allan tímann. Við náðum smá forystu, en þær komu til baka og minnkuðu þetta. Þetta var svipaður leikur og ég átti von á. Tvö góð lið og bara barátta." ,,Varnarlega vorum við nokkuð þéttar, við vorum að gera það sem við ætluðum að gera. Við fráköstuðum einnig mjög vel framan af leik, en það datt niður þegar leið á leikinn. Varnarlega vorum við nokkur ,,solid". ,,Við þurfum að vinna á nokkrum atriðum sóknarlega, sérstaklega á maður á mann vörninni. Þær eru mjög agressífar og við þurfum að komast meira á bakvið þær. Við förum yfir það á fundi á morgun og reyna laga það fyrir mánudaginn." Lele Hardy var algjörlega frábær og var Bjarni, skiljanlega, ánægður með framlag hennar: ,,Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún gerir þetta. Hún skilur alltaf sínum leik og við þurftum framlag að fá fleiri leikmönnum í fyrri hálfleik og framan af í seinni hálfleik. Við fengum svo meiri framlög í síðari hluta seinni hálfleiks. Lele getur ekki unnið bikarinn eða þessa seríu fyrir okkur ein. Hún var mjög öflug í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik." ,,Keflavík eru Íslandsmeistarar og eru með hörkulið, góðan hóp. Þær gefa sig alla í þetta og við þurfum að spila enn betur á mánudaginn ef við ætlum okkur sigur. Ég held að stelpurnar mínar séu tilbúnar í þessa baráttu sem framundan er," sagði Bjarni að lokum. Bryndís Guðmundsdóttir, fyrirliði Keflavíkur: Ég mæti í næsta leik ,,Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur, en við vorum mun betri í seinni hálfleikur heldur en í þeim fyrri," sagði Bryndís við Vísi. ,,Við vorum að missa boltann mjög mikið og flýta okkur of mikið. Einnig vorum við með lélegar sendingar og spennustigið var kannski of hátt." ,,Það var ekkert að hjálpa okkur að missa boltann svona mikið. Það var mikið um það í fyrri hálfleik, en kannski minna um það í seinni hálfleik. Við spiluðum betri körfubolta í þeim seinni og sendingarnar voru aðeins betri." Bryndís var staðráðin í því að Haukarnir væru ekkert að fara fá neitt gefins í Keflavík á mánudag: ,,Við mætum vonandi tilbúnar til leiks. Ef við berjumst allar saman þá vinnum við leikinn. Það vantaði uppá nokkrar í dag og þá sérstaklega mig, ég mætti ekki til leiks, ég mæti í næsta leik," sagði Bryndís hundfúl með sjálfa sig.Haukar-Keflavík 66-61Haukar: Lele Hardy 28/17 fráköst/7 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 14, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Íris Sverrisdóttir 3/4 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Inga Rún Svansdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0.Keflavík: Diamber Johnson 21/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/6 fráköst/4 varin skot, Lovísa Falsdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1/5 fráköst, Elfa Falsdottir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/4 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Leiklýsing: Haukar - Keflavík LEIK LOKIÐ | 66-61: Haukastúlkur eru komnar yfir í einvíginu, en þær sigldu þessu nokkuð þægilega heim hér undir lokin. 38. mín | 60-52: Ekkert verið skorað í þrjár mínútur og það er án nokkurs vafa Haukum í hag. Tvær mínútur eftir og munurinn átta stig. Varnarleikur beggja liða með ágætis móti, en sóknarleikurinn ekki verið uppá marga fiska hér síðustu mínúturnar. 36. mín | 60-52: Keflvíkingar reyna mikið að koma boltanum inná Bryndísi Guðmundsdóttur eins og er. Hún á að fá boltann og búa eitthvað til. Fjórar mínútur til leiksloka, en hitinn er enn mikill. Áhorfendur byrjaðir að láta vel í sér heyra, alveg eins og þetta á að vera! Andy tekur leikhlé. 34. mín | 58-50: Þristur í boði Lovísu Falsdóttir. Lele Hardy fellur skyndilega til jarðar og stuðningsmenn Hauka og Bjarni þjálfari eru ekki sátt við dómgæsluna. Vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Dómararnir sjá þetta ekki og ekki ég heldur. Var erfitt að sjá, enda mikil hrúga í kringum atvikið. Mikill hiti í húsinu eins og er. 33. mín | 58-47: Lele Hardy klikkar fjórum vítum í röð. Óvanalegt að sjá, en annars er það að frétta að Gunnhildur kominn með fjórar villur fyrir Haukana. Munurinn er ellefu stig og nú fer hver að vera síðastur hjá Keflavík til að hrökkva í gang. 31. mín | 57-44: Margrét Rósa stelur boltanum og setur niður tvö stig fyrir Hauka og Andy er nóg boðið og tekur leikhlé. Keflavíkur hefur níu mínútur til þess að brúa bilið. Nú þarf Andy að fara djúpt í bókina og finna eitthver góð ráð fyrir stelpurnar sínar. Þriðjaleikhluta lokið | 55-44: Munurinn ellefu stig. Hann var kominn niður í fjögur stig, en þá setti Íris Sverrisdóttir niður risa þrist fyrir heimamenn og kom muninum í sjö stig. Keflavík fékk svo tæknivillu á sig, Lele Hardy setti niður fjögur stig í þeirri sókn; tvö úr vítum og tvö úr opnum leik. Lele kominn með 27 stig fyrir heimastúlkur, en Diamber Johnson er stigahæst hjá gestunum með fjórtán stig. 27. mín | 46-41: Munurinn einungis fimm stig og Bjarni, þjálfari Hauka, tekur leikhlé. Ekki alveg nógu ánægður með sínar stúlkur þessa stundina. Keflavíkurliðið er byrjað að spila betri vörn og hirða þessi fráköst undir körfunni. Til að mynda eru þrír leikmenn með fimm fráköst. Þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 26. mín | 46-39: Keflavíkurliðið sækir aðeins í sig veðrið, en er oft á tíðum óskynsamt og er að kasta boltanum frá sér. Það gerir það að verkum að liðið nær ekki að brúa bilið enn meira. Auður Íris að koma sterk inn fyrir Haukana. 24. mín | 42-32: Liðin skiptast á að skora. Fari svo er Keflavík ekki að fara vinna þennan leik, svo mikið er ljóst. Tveir þristar hjá Haukum og munurinn orðinn aftur tíu stig. 22. mín | 34-28: Sara Rún Hinriksdóttir skorar fyrstu stig síðari hálfleiks, eftir eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. Einu stigin sem eru komin. Sterkur varnarleikur, líkt og í fyrri hálfleik. Hálfleikur | 34-27: Haukar leiða með sjö stigum í hálfleik. Þær náðu undirtökunum strax í byrjun fyrsta leikhluta og hafa aldrei gefið það eftir. Það segir sitt að Keflavík hefur aldrei verið yfir í leiknum. Lele Hardy hefur verið öflug fyrir heimastúlkur; skoraðrúman helming stiga Hauka eða nítján stig og tekið sex fráköst. Diamber Johnson hefur verið öflugust í liði Keflavíkur, en hún hefur skorað tíu stig. Birna Valgarðsdóttir hefur tekið fimm fráköst. 19. mín | 31-27: Keflavíkur liðið aðeins að sækja í sig veðrið. Diamber Johnson setti rétt í þessu niður þrist og munurinn aðeins fjögur stig. Keflvíkingar freistast til að jafna fyrir hálfleik, en Haukastúlkur aðeins dottið niður í varnarleik sínum. 17. mín | 29-22: Haukar að taka nánast öll fráköst undir körfunni þessa stundina og það er að skila auðveldum stigum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tekur leikhlé og leggur upp síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks. 15. mín | 25-17: Stressið virðist vera fara úr liðunum og þau eru byrjuð að spila betur. Einungis þrír leikmenn komnir á blað hjá gestunum og enginn af þeim með yfir sjö stig. Það tekur sinn toll. Sterkur varnarleikur Hauka.13. mín | 23-11: Já góðan daginn. Lele Hardy er búinn að setja upp skotsýningu. Mér sýnist gjaldkeri Hauka vera byrjaður að labba milli fólks og rukka aftur inn. Þvílíkur leikmaður. Dagbjört Samúelsdóttir einnig að spila virkilega vel. 11. mín | 15-8: Lele Hardy byrjar annan leikhluta með þrist og leggur svo niður tvö víta skot. Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, lætur dómarana fara mikið í taugarnar á sér. Haukastúlkur spila afar sterka vörn og komast gestirnir lítt áleiðis. Fyrsta leikhluta lokið | 10-8: Sara Rún tók gott frákast og brotið var á henni. Hún jafnaði metin fyrir Keflavík en í næstu sókn. Lele Hardy lagði svo niður flott sniðskot. Mikil reikistefna fór þá í gagn, en ritaraborðið klikkaði eitthvað á klukkunni. Ekki einu sinni, heldur í tvígang. Áhorfendur, þá sérstaklega Keflavíkurmegin létu þetta heldur betur fara í skapið á sér. En leikurinn sjálfur hefur verið röð mistaka og skotnýtingin ekki verið góð hjá báðum liðum. 8. mín | 8-6: Staðan enn 8-6. Andy Johnston tekur leikhlé fyrir Keflavík. Sóknarleikur liðsins ekki verið nógu góður, en þær hafa kostað boltanum útaf hvað eftir annað. Andy hefur í sífellu kallað á liðið að róa sig aðeins niður. Keflavík spilar sterkan varnarleik á Lelu Hardy. 7. mín | 8-6: Risa þristur frá Margréti Rósu fyrir Haukana. Haukastúlkur komnar með átta stig og þar af tveir þristar. Óvenjuleg tölfræði. Skothitnin léleg hjá báðum liðum. 5. mín | 5-4: Ekki mikið skor, en leikurinn hraður og enn er mikið um mistök. Bæði lið búin að skipta inná og dreifa aðeins álaginu. Lele Hardy strax kominn með þrjú fráköst fyrir heimastúlkur. 3. mín | 5-2: Skemmtileg byrjun á leiknum. Mikill hraði. Gunnhildur Gunnarsdóttir setti niður þrist fyrir Haukana og leiða því með þremur stigum. Eitthvað um mistök og virðist vera smá stress. 1. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn! Fyrir leik: Dómararnir eru einnig mættir hér út á gólf. Með flautana í dag eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson. Eftirlitsmaður frá KKÍ er Bergur Þór Steingrímsson. Fyrir leik: Bæði lið eru hér úti á gólfi að hita upp. Gestirnir eru farnir að týnast inn, en vonandi rætist vel úr mætingunni á þennan stórleik. Rúmur stundarfjórðungur í að leikur hefjist. Fyrir leik: Lele Hardy hefur verið algjörlega frábær fyrir Hauka í vetur, en hún var bæði valinn besti leikmaður fyrri og seinni hluta Dominos-deildar kvenna. Hún hefur skorað að meðaltali 26,96 stig í vetur og tekið 19,48 fráköst.Fyrir leik: Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildinni í vetur. Keflavík vann fyrsta leikinn 76-74, en síðan hafa Haukastúlkur unnið þrjá leiki í röð, þann síðasta með minnsta mun, 60-61, þannig von er á spennandi leik hér í dag. Liðin mættust svo einnig í undanúrslitum bikarsins og þá unnu Haukastúlkur einnig. Fyrir leik: Haukastúlkur lentu í öðru sæti deildarinnar, en þær enduðu með 38 stig. Keflavík endaði sæti neðar, með sex stigum minna. Fyrir leik: Verið velkominn í beina textalýsingu frá leik Hauka og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, en leikið er í Schenker-höllinni. Leikurinn er fyrsti leikurinn í rimmu liðanna í undanúrslitum deildarinnar, en fyrsta liðið til að vinna þrjá leiki kemst í úrslit. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Haukar eru komnir yfir í einvíginu gegn Keflavík í Dominos-deild kvenna en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitunum í dag. Haukastúlkur byrjuðu leikinn vel og voru yfir 5-0 þegar tvær mínútur voru búnar af fyrsta leikhluta. Þá mættu Keflavíkurstúlkur til leiks og skoruðu næstu sex stig, og komust yfir. Ekki var mikið stigaskor í fyrsta leikhluta og var vott af stressi í báðum liðum. Bæði lið hentu boltanum af og til útaf við litla sem enga pressu. Gestirnir náðu að halda Lele Hardy vel niðri í fyrsta leikhluta sem var greinilega uppleggið, því ávallt voru einar til tvær mættar á hana um leið og hún fékk boltann. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 10-8 fyrir Hauka, en þá var komið að Lele Hardy. Hún setti niður tíu stig á rúmum tveim mínútum í upphafi annars leikhluta. Þá var staðan skyndilega orðin 20-11. Þá vöknuðu Keflavíkurstúlkur aftur upp af værum blundi. Þær söxuðu á, en Lele Hardy var frábær og liðsheildin hjá Haukum almennt. Þær spiluðu sterka vörn og lokuðu vel á gestina, en hálfleikstölur voru 34-27. Lele Hardy með nítján stig í fyrri hálfleik fyrir Hauka, en Diamber Johnson tíu fyrir Keflavík. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum, nema Keflvíkingar mættu mun grimmari undir körfuna eftir því sem leið á og tóku fleiri fráköst. Þær náðu að minnka muninn í fimm stig þegar fimm mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta, en þá hrukku heimamenn aftur í gang og munurinn var ellefu stig þegar þriðji leikhluti rann sitt skeið. Gestirnir náðu lítið sem ekkert að ógna í fjórða leikhluta, en munurinn varð minnst sjö stig. Ekkert var skorað frá 35. mínútu til þeirra 38. mínútu, en bæði lið spiluðu sterkar varnir. Sóknarleikurinn var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Lokatölur urðu svo fimm stiga sigur Hauka, 66-61 Lele Hardy var algjörlega frábær. Hún skoraði 28 stig og tók þar af auki sautján fráköst. Hún dró vagninn og ekki í fyrsta skipti sem hún gerir það í vetur og líklega ekki það síðasta. Diamber Johnson var stigahæst hjá gestunum með 21 stig. Hún tók einnig átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudaginn í Keflavík, en Keflavík þarf að spila betur og fleiri þurfa að gefa af sér ætli liðið sér ekki að tapa á mánudag einnig. Fimm leikmenn skoruðu fimm stig eða fleiri fyrir Hauka, en einungis þrír hjá Keflavík sem munar um minna.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Lele vinnur ekki seríuna ein ,,Það er mjög gott að fá fyrsta sigurinn og ég er virkilega ánægður með það," sagði Bjarni við Vísi. ,,Þetta var leikur allan tímann. Við náðum smá forystu, en þær komu til baka og minnkuðu þetta. Þetta var svipaður leikur og ég átti von á. Tvö góð lið og bara barátta." ,,Varnarlega vorum við nokkuð þéttar, við vorum að gera það sem við ætluðum að gera. Við fráköstuðum einnig mjög vel framan af leik, en það datt niður þegar leið á leikinn. Varnarlega vorum við nokkur ,,solid". ,,Við þurfum að vinna á nokkrum atriðum sóknarlega, sérstaklega á maður á mann vörninni. Þær eru mjög agressífar og við þurfum að komast meira á bakvið þær. Við förum yfir það á fundi á morgun og reyna laga það fyrir mánudaginn." Lele Hardy var algjörlega frábær og var Bjarni, skiljanlega, ánægður með framlag hennar: ,,Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún gerir þetta. Hún skilur alltaf sínum leik og við þurftum framlag að fá fleiri leikmönnum í fyrri hálfleik og framan af í seinni hálfleik. Við fengum svo meiri framlög í síðari hluta seinni hálfleiks. Lele getur ekki unnið bikarinn eða þessa seríu fyrir okkur ein. Hún var mjög öflug í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik." ,,Keflavík eru Íslandsmeistarar og eru með hörkulið, góðan hóp. Þær gefa sig alla í þetta og við þurfum að spila enn betur á mánudaginn ef við ætlum okkur sigur. Ég held að stelpurnar mínar séu tilbúnar í þessa baráttu sem framundan er," sagði Bjarni að lokum. Bryndís Guðmundsdóttir, fyrirliði Keflavíkur: Ég mæti í næsta leik ,,Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur, en við vorum mun betri í seinni hálfleikur heldur en í þeim fyrri," sagði Bryndís við Vísi. ,,Við vorum að missa boltann mjög mikið og flýta okkur of mikið. Einnig vorum við með lélegar sendingar og spennustigið var kannski of hátt." ,,Það var ekkert að hjálpa okkur að missa boltann svona mikið. Það var mikið um það í fyrri hálfleik, en kannski minna um það í seinni hálfleik. Við spiluðum betri körfubolta í þeim seinni og sendingarnar voru aðeins betri." Bryndís var staðráðin í því að Haukarnir væru ekkert að fara fá neitt gefins í Keflavík á mánudag: ,,Við mætum vonandi tilbúnar til leiks. Ef við berjumst allar saman þá vinnum við leikinn. Það vantaði uppá nokkrar í dag og þá sérstaklega mig, ég mætti ekki til leiks, ég mæti í næsta leik," sagði Bryndís hundfúl með sjálfa sig.Haukar-Keflavík 66-61Haukar: Lele Hardy 28/17 fráköst/7 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 14, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Íris Sverrisdóttir 3/4 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Inga Rún Svansdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0.Keflavík: Diamber Johnson 21/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/6 fráköst/4 varin skot, Lovísa Falsdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1/5 fráköst, Elfa Falsdottir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/4 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Leiklýsing: Haukar - Keflavík LEIK LOKIÐ | 66-61: Haukastúlkur eru komnar yfir í einvíginu, en þær sigldu þessu nokkuð þægilega heim hér undir lokin. 38. mín | 60-52: Ekkert verið skorað í þrjár mínútur og það er án nokkurs vafa Haukum í hag. Tvær mínútur eftir og munurinn átta stig. Varnarleikur beggja liða með ágætis móti, en sóknarleikurinn ekki verið uppá marga fiska hér síðustu mínúturnar. 36. mín | 60-52: Keflvíkingar reyna mikið að koma boltanum inná Bryndísi Guðmundsdóttur eins og er. Hún á að fá boltann og búa eitthvað til. Fjórar mínútur til leiksloka, en hitinn er enn mikill. Áhorfendur byrjaðir að láta vel í sér heyra, alveg eins og þetta á að vera! Andy tekur leikhlé. 34. mín | 58-50: Þristur í boði Lovísu Falsdóttir. Lele Hardy fellur skyndilega til jarðar og stuðningsmenn Hauka og Bjarni þjálfari eru ekki sátt við dómgæsluna. Vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Dómararnir sjá þetta ekki og ekki ég heldur. Var erfitt að sjá, enda mikil hrúga í kringum atvikið. Mikill hiti í húsinu eins og er. 33. mín | 58-47: Lele Hardy klikkar fjórum vítum í röð. Óvanalegt að sjá, en annars er það að frétta að Gunnhildur kominn með fjórar villur fyrir Haukana. Munurinn er ellefu stig og nú fer hver að vera síðastur hjá Keflavík til að hrökkva í gang. 31. mín | 57-44: Margrét Rósa stelur boltanum og setur niður tvö stig fyrir Hauka og Andy er nóg boðið og tekur leikhlé. Keflavíkur hefur níu mínútur til þess að brúa bilið. Nú þarf Andy að fara djúpt í bókina og finna eitthver góð ráð fyrir stelpurnar sínar. Þriðjaleikhluta lokið | 55-44: Munurinn ellefu stig. Hann var kominn niður í fjögur stig, en þá setti Íris Sverrisdóttir niður risa þrist fyrir heimamenn og kom muninum í sjö stig. Keflavík fékk svo tæknivillu á sig, Lele Hardy setti niður fjögur stig í þeirri sókn; tvö úr vítum og tvö úr opnum leik. Lele kominn með 27 stig fyrir heimastúlkur, en Diamber Johnson er stigahæst hjá gestunum með fjórtán stig. 27. mín | 46-41: Munurinn einungis fimm stig og Bjarni, þjálfari Hauka, tekur leikhlé. Ekki alveg nógu ánægður með sínar stúlkur þessa stundina. Keflavíkurliðið er byrjað að spila betri vörn og hirða þessi fráköst undir körfunni. Til að mynda eru þrír leikmenn með fimm fráköst. Þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 26. mín | 46-39: Keflavíkurliðið sækir aðeins í sig veðrið, en er oft á tíðum óskynsamt og er að kasta boltanum frá sér. Það gerir það að verkum að liðið nær ekki að brúa bilið enn meira. Auður Íris að koma sterk inn fyrir Haukana. 24. mín | 42-32: Liðin skiptast á að skora. Fari svo er Keflavík ekki að fara vinna þennan leik, svo mikið er ljóst. Tveir þristar hjá Haukum og munurinn orðinn aftur tíu stig. 22. mín | 34-28: Sara Rún Hinriksdóttir skorar fyrstu stig síðari hálfleiks, eftir eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. Einu stigin sem eru komin. Sterkur varnarleikur, líkt og í fyrri hálfleik. Hálfleikur | 34-27: Haukar leiða með sjö stigum í hálfleik. Þær náðu undirtökunum strax í byrjun fyrsta leikhluta og hafa aldrei gefið það eftir. Það segir sitt að Keflavík hefur aldrei verið yfir í leiknum. Lele Hardy hefur verið öflug fyrir heimastúlkur; skoraðrúman helming stiga Hauka eða nítján stig og tekið sex fráköst. Diamber Johnson hefur verið öflugust í liði Keflavíkur, en hún hefur skorað tíu stig. Birna Valgarðsdóttir hefur tekið fimm fráköst. 19. mín | 31-27: Keflavíkur liðið aðeins að sækja í sig veðrið. Diamber Johnson setti rétt í þessu niður þrist og munurinn aðeins fjögur stig. Keflvíkingar freistast til að jafna fyrir hálfleik, en Haukastúlkur aðeins dottið niður í varnarleik sínum. 17. mín | 29-22: Haukar að taka nánast öll fráköst undir körfunni þessa stundina og það er að skila auðveldum stigum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tekur leikhlé og leggur upp síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks. 15. mín | 25-17: Stressið virðist vera fara úr liðunum og þau eru byrjuð að spila betur. Einungis þrír leikmenn komnir á blað hjá gestunum og enginn af þeim með yfir sjö stig. Það tekur sinn toll. Sterkur varnarleikur Hauka.13. mín | 23-11: Já góðan daginn. Lele Hardy er búinn að setja upp skotsýningu. Mér sýnist gjaldkeri Hauka vera byrjaður að labba milli fólks og rukka aftur inn. Þvílíkur leikmaður. Dagbjört Samúelsdóttir einnig að spila virkilega vel. 11. mín | 15-8: Lele Hardy byrjar annan leikhluta með þrist og leggur svo niður tvö víta skot. Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, lætur dómarana fara mikið í taugarnar á sér. Haukastúlkur spila afar sterka vörn og komast gestirnir lítt áleiðis. Fyrsta leikhluta lokið | 10-8: Sara Rún tók gott frákast og brotið var á henni. Hún jafnaði metin fyrir Keflavík en í næstu sókn. Lele Hardy lagði svo niður flott sniðskot. Mikil reikistefna fór þá í gagn, en ritaraborðið klikkaði eitthvað á klukkunni. Ekki einu sinni, heldur í tvígang. Áhorfendur, þá sérstaklega Keflavíkurmegin létu þetta heldur betur fara í skapið á sér. En leikurinn sjálfur hefur verið röð mistaka og skotnýtingin ekki verið góð hjá báðum liðum. 8. mín | 8-6: Staðan enn 8-6. Andy Johnston tekur leikhlé fyrir Keflavík. Sóknarleikur liðsins ekki verið nógu góður, en þær hafa kostað boltanum útaf hvað eftir annað. Andy hefur í sífellu kallað á liðið að róa sig aðeins niður. Keflavík spilar sterkan varnarleik á Lelu Hardy. 7. mín | 8-6: Risa þristur frá Margréti Rósu fyrir Haukana. Haukastúlkur komnar með átta stig og þar af tveir þristar. Óvenjuleg tölfræði. Skothitnin léleg hjá báðum liðum. 5. mín | 5-4: Ekki mikið skor, en leikurinn hraður og enn er mikið um mistök. Bæði lið búin að skipta inná og dreifa aðeins álaginu. Lele Hardy strax kominn með þrjú fráköst fyrir heimastúlkur. 3. mín | 5-2: Skemmtileg byrjun á leiknum. Mikill hraði. Gunnhildur Gunnarsdóttir setti niður þrist fyrir Haukana og leiða því með þremur stigum. Eitthvað um mistök og virðist vera smá stress. 1. mín | 0-0: Leikurinn er hafinn! Fyrir leik: Dómararnir eru einnig mættir hér út á gólf. Með flautana í dag eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson. Eftirlitsmaður frá KKÍ er Bergur Þór Steingrímsson. Fyrir leik: Bæði lið eru hér úti á gólfi að hita upp. Gestirnir eru farnir að týnast inn, en vonandi rætist vel úr mætingunni á þennan stórleik. Rúmur stundarfjórðungur í að leikur hefjist. Fyrir leik: Lele Hardy hefur verið algjörlega frábær fyrir Hauka í vetur, en hún var bæði valinn besti leikmaður fyrri og seinni hluta Dominos-deildar kvenna. Hún hefur skorað að meðaltali 26,96 stig í vetur og tekið 19,48 fráköst.Fyrir leik: Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildinni í vetur. Keflavík vann fyrsta leikinn 76-74, en síðan hafa Haukastúlkur unnið þrjá leiki í röð, þann síðasta með minnsta mun, 60-61, þannig von er á spennandi leik hér í dag. Liðin mættust svo einnig í undanúrslitum bikarsins og þá unnu Haukastúlkur einnig. Fyrir leik: Haukastúlkur lentu í öðru sæti deildarinnar, en þær enduðu með 38 stig. Keflavík endaði sæti neðar, með sex stigum minna. Fyrir leik: Verið velkominn í beina textalýsingu frá leik Hauka og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, en leikið er í Schenker-höllinni. Leikurinn er fyrsti leikurinn í rimmu liðanna í undanúrslitum deildarinnar, en fyrsta liðið til að vinna þrjá leiki kemst í úrslit.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira