Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. mars 2014 14:30 Vísir/Stefán Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.Verkfallið leggst ekki vel í þá félaga Ísak, Baldvin og Alexis.VÍSIR/STEFÁNKannski til í tvær eða þrjár vikur Félagarnir Ísak Hinriksson, Baldvin Snær Finnsson og Alexis Garcia eru allir 16 ára og eru á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Verkfallið leggst illa í mig og það er von, sérstaklega fyrir námið. Það er ágætt að vissu leyti að fá smá frí en ef þetta fer út í einhverjar öfgar þá gæti þetta orði mjög slæmt,“ segir Ísak. Hann er ekki með nein sérstök plön í verkfallinu en ætlar að læra og reyna að vinna meira. „Ef verkfallið verður stutt verður þetta kannski í lagi, en það má ekki verða of langt,“ segir Baldvin. Auk þess að vera í MH æfir hann á píanó og hefur þegar gert ráðstafanir um píanónámið á meðan á verkfallinu stendur. „Þegar maður heyrði af þessu fyrst var þetta bara seinni tíma vandamál, en nú þegar nær dregur er ég orðinn stressaður um að verkfallið verði allt of langt,“ segir Alexis. „Ég væri kannski til í tvær vikur.“ Þeir segja óvissuna mikla um hvað verður og allt liggi frekar óljóst fyrir. Þeir hafa ekki heyrt annað en að allt námsefnið verið til prófs sama hversu lengi verkfallið stendur. Álagið gæti því orðið mikið þegar skóli hefst á ný eftir verkfall. Kennararnir megi ekki leggja neitt námsefni fyrir en þeir búast þó við því að reyna að halda námsáætlun sem sett var í upphafi annar.Þær Díana og Sigríður ætla að vera duglegar að æfa í verkfallinu.VÍSIR/STEFÁNPlanið að liggja yfir bókunum Þær Sigríður Ása Alfonsdóttir og Díana Sigmarsdóttir eru 18 og 19 ára nemendur á þriðja ári í MH. Sigríður segir að eitthvað hafi verið rætt um að námsefni til prófs verði stytt. „Ég er til í smá verkfall en ekki of langt,“ segir hún. Díana er á því að námslega geti verkfallið komið framhaldsskólanemendum illa. „En við getum auðvitað lært heima. Planið er að liggja á bókasögnum og fara upp í háskóla til dæmis,“ segir hún. Þær ætla báðar að vera duglegar að æfa og mæta í ræktina auk þess að læra og vinna.Þær Þórhildur og Guðrún ætla að vera duglegar að læra í verkfallinu.VÍSIR/STEfÁNFyrstu dagarnir verða tjill Þórhildur Kristín Ásgeirsdóttir Guðrún Elín Davíðsdóttir eru 17 og 18 ára. Þær stefna á útskrift næstu jól. „Þetta er stressandi en það virðist vera meiri bjartsýni yfir þessu núna,“ segir Guðrún um það að verkfallið verði kannski ekki langt. „Það er gaman að heyra að þeir eru vongóðir um að verkfallið verði ekki of langt,“ segir Þórhildur. Margar mismunandi sögur séu í gangi um hvað verður. „Maður heyrir eitthvað og svo eitthvað annað og það eru allir einhvernveginn jafn „kljúless“,“ segir Þórhildur. „Kannski verður bara skóli á mánudaginn.“ Þær stöllur hafa skipulagt lestur námsbóka á meðan á verkfallinu stendur og eru búnar að safna saman í leshópa. „Við ætlum að reyna eins og við getum að halda þessu gangandi,“ segir Þórhildur. „Ég ætla að halda áfram að vinna mínar vaktir í vinnunni. Fyrstu dagarnir verða meira tjill en svo verðum að að reyna að halda áfram að læra,“ segir Guðrún.Þorvaldur og Arnar hafa fullan skilning á baráttu kennara.VÍSIR/STEFÁNSkiljanlegt að kennarar fari í verkfall Þeir Arnór Gunnarsson og Þorvaldur Garðar Kvaran eru 18 ára nemendur á þriðja ári. „Mér finnst að kennarar ættu að fá hætti laun og mér finnst mjög skiljanlegt að þeir ætli í verkfall,“ segir Arnar. Hann telur að verkfallið muni ekki hafa mikil áhrif á sig þar sem hann er á alþjóðlegri braut og fær að taka lokaprófin hvernig sem fer. „Ég fæ þó enga kennslu,“ segir hann. Hann hefur þó ekki áhyggjur og segist geta reddað sér með því að finna efni á netinu. „Ég hef ekkert á móti því að fara í verkfalli í tvær til þrjár vikur. En ég vil samt frekar að skólinn haldi áfram sérstaklega ef verkfallið verður mjög langt,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa heyrt að það að skólinn verið kannski lengdur fram á sumarið í staðinn og honum líst ekki á það og telur það tæplega ganga upp. „Þetta er leiðinlegt fyrir þá sem eru að klára námið og geta það kannski ekki útaf verkfallinu,“ segir hann. Þorvaldur ætlar að reyna að vinna á meðan á verkfallinu stendur. „Þó það sé fínt að slaka á aðeins og fá frí frá skólanum þá styð ég baráttu kennarana 100 prósent,“ segir hann. Kennaraverkfall Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.Verkfallið leggst ekki vel í þá félaga Ísak, Baldvin og Alexis.VÍSIR/STEFÁNKannski til í tvær eða þrjár vikur Félagarnir Ísak Hinriksson, Baldvin Snær Finnsson og Alexis Garcia eru allir 16 ára og eru á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Verkfallið leggst illa í mig og það er von, sérstaklega fyrir námið. Það er ágætt að vissu leyti að fá smá frí en ef þetta fer út í einhverjar öfgar þá gæti þetta orði mjög slæmt,“ segir Ísak. Hann er ekki með nein sérstök plön í verkfallinu en ætlar að læra og reyna að vinna meira. „Ef verkfallið verður stutt verður þetta kannski í lagi, en það má ekki verða of langt,“ segir Baldvin. Auk þess að vera í MH æfir hann á píanó og hefur þegar gert ráðstafanir um píanónámið á meðan á verkfallinu stendur. „Þegar maður heyrði af þessu fyrst var þetta bara seinni tíma vandamál, en nú þegar nær dregur er ég orðinn stressaður um að verkfallið verði allt of langt,“ segir Alexis. „Ég væri kannski til í tvær vikur.“ Þeir segja óvissuna mikla um hvað verður og allt liggi frekar óljóst fyrir. Þeir hafa ekki heyrt annað en að allt námsefnið verið til prófs sama hversu lengi verkfallið stendur. Álagið gæti því orðið mikið þegar skóli hefst á ný eftir verkfall. Kennararnir megi ekki leggja neitt námsefni fyrir en þeir búast þó við því að reyna að halda námsáætlun sem sett var í upphafi annar.Þær Díana og Sigríður ætla að vera duglegar að æfa í verkfallinu.VÍSIR/STEFÁNPlanið að liggja yfir bókunum Þær Sigríður Ása Alfonsdóttir og Díana Sigmarsdóttir eru 18 og 19 ára nemendur á þriðja ári í MH. Sigríður segir að eitthvað hafi verið rætt um að námsefni til prófs verði stytt. „Ég er til í smá verkfall en ekki of langt,“ segir hún. Díana er á því að námslega geti verkfallið komið framhaldsskólanemendum illa. „En við getum auðvitað lært heima. Planið er að liggja á bókasögnum og fara upp í háskóla til dæmis,“ segir hún. Þær ætla báðar að vera duglegar að æfa og mæta í ræktina auk þess að læra og vinna.Þær Þórhildur og Guðrún ætla að vera duglegar að læra í verkfallinu.VÍSIR/STEfÁNFyrstu dagarnir verða tjill Þórhildur Kristín Ásgeirsdóttir Guðrún Elín Davíðsdóttir eru 17 og 18 ára. Þær stefna á útskrift næstu jól. „Þetta er stressandi en það virðist vera meiri bjartsýni yfir þessu núna,“ segir Guðrún um það að verkfallið verði kannski ekki langt. „Það er gaman að heyra að þeir eru vongóðir um að verkfallið verði ekki of langt,“ segir Þórhildur. Margar mismunandi sögur séu í gangi um hvað verður. „Maður heyrir eitthvað og svo eitthvað annað og það eru allir einhvernveginn jafn „kljúless“,“ segir Þórhildur. „Kannski verður bara skóli á mánudaginn.“ Þær stöllur hafa skipulagt lestur námsbóka á meðan á verkfallinu stendur og eru búnar að safna saman í leshópa. „Við ætlum að reyna eins og við getum að halda þessu gangandi,“ segir Þórhildur. „Ég ætla að halda áfram að vinna mínar vaktir í vinnunni. Fyrstu dagarnir verða meira tjill en svo verðum að að reyna að halda áfram að læra,“ segir Guðrún.Þorvaldur og Arnar hafa fullan skilning á baráttu kennara.VÍSIR/STEFÁNSkiljanlegt að kennarar fari í verkfall Þeir Arnór Gunnarsson og Þorvaldur Garðar Kvaran eru 18 ára nemendur á þriðja ári. „Mér finnst að kennarar ættu að fá hætti laun og mér finnst mjög skiljanlegt að þeir ætli í verkfall,“ segir Arnar. Hann telur að verkfallið muni ekki hafa mikil áhrif á sig þar sem hann er á alþjóðlegri braut og fær að taka lokaprófin hvernig sem fer. „Ég fæ þó enga kennslu,“ segir hann. Hann hefur þó ekki áhyggjur og segist geta reddað sér með því að finna efni á netinu. „Ég hef ekkert á móti því að fara í verkfalli í tvær til þrjár vikur. En ég vil samt frekar að skólinn haldi áfram sérstaklega ef verkfallið verður mjög langt,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa heyrt að það að skólinn verið kannski lengdur fram á sumarið í staðinn og honum líst ekki á það og telur það tæplega ganga upp. „Þetta er leiðinlegt fyrir þá sem eru að klára námið og geta það kannski ekki útaf verkfallinu,“ segir hann. Þorvaldur ætlar að reyna að vinna á meðan á verkfallinu stendur. „Þó það sé fínt að slaka á aðeins og fá frí frá skólanum þá styð ég baráttu kennarana 100 prósent,“ segir hann.
Kennaraverkfall Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira