John Wooden veitir Patreki innblástur Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 16:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15
Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita