Fótbolti

Mourinho: Leikmennirnir eiga þetta skilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Chelsea.
Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að það hafi verið mikilvægur áfangi fyrir félagið að komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Chelsea komst áfram eftir 3-1 samanlagðan sigur á tyrkneska liðinu Galatasaray efitr að hafa unnið síðari leik liðanna, 2-0, á heimavelli í kvöld.

„Það var öðruvísi að spila í Evrópudeildinni í fyrra en það var mikilvægt bæði fyrir félagið og leikmenn að koma þaðan og í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu,“ sagði Mourinho eftir leikinn í kvöld.

„Við erum félag sem á heima í Meistaradeildinni og erum meðal átta bestu félagsliða heims - með öllum stóru liðunum. Leikmennirnir eiga skilið að vera í þeim hópi.“

Didier Drogba sneri aftur á heimavöll Chelsea og mætti sínum gömlu félögum. „Hann fékk færi í lokin en annars var leikurinn í okkar höndum,“ sagði Frank Lampard.

„Þetta var þó erfiður leikur en úrslitin voru okkur hagstæð og þeir náðu varla að ógna markinu okkar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×