Fótbolti

Man. Utd verður án Smalling og Evans

Smalling á ferðinni í fyrri leik liðanna.
Smalling á ferðinni í fyrri leik liðanna. vísir/getty
Man. Utd bíður það erfiða verkefni að vinna upp tveggja marka forskot Olympiakos í Meistaradeildinni í kvöld.

David Moyes, stjóri Man. Utd, mætir ekki alveg með sitt sterkasta lið til leiks því varnarmennirnir Jonny Evans og Chris Smalling geta ekki leikið vegna meiðsla.

Svo má Juan Mata ekki spila með United þar sem hann lék með Chelsea í keppninni fyrr í vetur.

Jákvæðu fréttirnar fyrir Olympiakos eru þær að Argentínumaðurinn Javier Saviola verður líklega klár í slaginn en hann hefur verið meiddur.

Það yrði þá 100. Evrópuleikur framherjans en hann er að berjast við Nelson Valdez um framherjastöðuna í kvöld.

Það vantar að sjálfsögðu Nígeríumanninn Michael Olaitan í lið Olympiakos en það leið yfir hann á vellinum um daginn.


Tengdar fréttir

Allt undir hjá Moyes og United

Manchester United þarf að vinna gríska liðið Olympiakos 3-0 í Meistaradeildinni í kvöld ætli það að komast áfram í keppninni. Eðlilega er mikill órói í herbúðum United og er framtíð stjórans líklega í húfi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×