Markmið verkfalls varla að fatlaðir lendi á hrakhólum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. mars 2014 14:40 "Það er alltaf fólk hérna hjá okkur og krakkarnir geta komið þegar tími fellur niður í skólanum. Líka í desember og maí þegar skólarnir detta í prófatíma og skóladagar fatlaðra eru skertir.“ VÍSIR/GVA Ungmennahúsið á Akranesi er með opið fyrir fötluð ungmenni á daginn á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. „Það er alltaf opið hjá okkur yfir veturinn,“ segir Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hjá frístundamiðstöðinni Þorpinu í ungmennahúsinu. „Það er alltaf fólk hérna hjá okkur og krakkarnir geta komið þegar tími fellur niður í skólanum. Líka í desember og maí þegar skólarnir detta í prófatíma og skóladagar fatlaðra eru skertir.“ „Við lítum svo á að við séum að styðja við fatlaða krakka í frístundum þeirra hvenær sem þær eru,“ segir hún. „Sá sem er með fötlun þannig að hann þurfi aðstoð í frístundum, þá fær hann hana.“ Þau líti ekki á þetta sem verkfallsbrot enda geti markmið verkfallsins varla verið að þessi hópur ungmenna lendi á hrakhólum. Formaður verkfallsstjórnar félags framhaldsskólakennara, Sigurður Ingi Andrésson, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að þau litu ekki á það sem verkfallsbrot að bæjarfélög bjóði upp á frístundarúrræði fyrir fötluð ungmenni á daginn. „Ef það eru ekki okkar félagsmenn sem fengnir eru til starfa og engin kennsla sem fer fram, höfum við ekkert á móti því, það er bara ekki á okkar vegum,“ segir Sigurður.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka Þroskahjálpar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að borgaryfirvöld segðu það ekki á sína ábyrgð að setja fjármagn í frístundarúrræði fyrir fötluð börn. Auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00 Engar fjárheimildir til að mæta vanda fatlaðra ungmenna "Dóttur minni er keyrt heim á morgnanna úr skammtímavistun þar sem hún dvelur aðra hvora viku á meðan á verkfallinu stendur,“ segir Atli Lýðsson, faðir 17 ára fatlaðrar stúlku í Reykjavík. 19. mars 2014 11:33 Frístundaúrræði fyrir fatlaða ekki verkfallsbrot Foreldrar fatlaðara barna og ungmenna hafa fengið þau svör frá Reykjavíkurborg að frístundarúrræði og dvöl yfir daginn á skammtímavistun fyrir börnin myndu vera verkfallsbrot. 19. mars 2014 12:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Ungmennahúsið á Akranesi er með opið fyrir fötluð ungmenni á daginn á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. „Það er alltaf opið hjá okkur yfir veturinn,“ segir Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hjá frístundamiðstöðinni Þorpinu í ungmennahúsinu. „Það er alltaf fólk hérna hjá okkur og krakkarnir geta komið þegar tími fellur niður í skólanum. Líka í desember og maí þegar skólarnir detta í prófatíma og skóladagar fatlaðra eru skertir.“ „Við lítum svo á að við séum að styðja við fatlaða krakka í frístundum þeirra hvenær sem þær eru,“ segir hún. „Sá sem er með fötlun þannig að hann þurfi aðstoð í frístundum, þá fær hann hana.“ Þau líti ekki á þetta sem verkfallsbrot enda geti markmið verkfallsins varla verið að þessi hópur ungmenna lendi á hrakhólum. Formaður verkfallsstjórnar félags framhaldsskólakennara, Sigurður Ingi Andrésson, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að þau litu ekki á það sem verkfallsbrot að bæjarfélög bjóði upp á frístundarúrræði fyrir fötluð ungmenni á daginn. „Ef það eru ekki okkar félagsmenn sem fengnir eru til starfa og engin kennsla sem fer fram, höfum við ekkert á móti því, það er bara ekki á okkar vegum,“ segir Sigurður.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka Þroskahjálpar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að borgaryfirvöld segðu það ekki á sína ábyrgð að setja fjármagn í frístundarúrræði fyrir fötluð börn. Auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00 Engar fjárheimildir til að mæta vanda fatlaðra ungmenna "Dóttur minni er keyrt heim á morgnanna úr skammtímavistun þar sem hún dvelur aðra hvora viku á meðan á verkfallinu stendur,“ segir Atli Lýðsson, faðir 17 ára fatlaðrar stúlku í Reykjavík. 19. mars 2014 11:33 Frístundaúrræði fyrir fatlaða ekki verkfallsbrot Foreldrar fatlaðara barna og ungmenna hafa fengið þau svör frá Reykjavíkurborg að frístundarúrræði og dvöl yfir daginn á skammtímavistun fyrir börnin myndu vera verkfallsbrot. 19. mars 2014 12:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00
Engar fjárheimildir til að mæta vanda fatlaðra ungmenna "Dóttur minni er keyrt heim á morgnanna úr skammtímavistun þar sem hún dvelur aðra hvora viku á meðan á verkfallinu stendur,“ segir Atli Lýðsson, faðir 17 ára fatlaðrar stúlku í Reykjavík. 19. mars 2014 11:33
Frístundaúrræði fyrir fatlaða ekki verkfallsbrot Foreldrar fatlaðara barna og ungmenna hafa fengið þau svör frá Reykjavíkurborg að frístundarúrræði og dvöl yfir daginn á skammtímavistun fyrir börnin myndu vera verkfallsbrot. 19. mars 2014 12:20