Hamilton var fljótastur á lokadeginum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. mars 2014 21:30 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty Formúla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty
Formúla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira