Hamilton var fljótastur á lokadeginum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. mars 2014 21:30 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty
Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira