Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2014 11:28 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með sendiherra Rússlands í morgun þar sem ástandið í Úkraínu var rætt. Frá þessu greinir Gunnar á Facebook síðu sinni. Gunnar Bragi sagði íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Þá segir hann kröfuna skýra um að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðrar íhlutunar. Spenna milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að ný stjórn tók við völdum í Úkraínu, skipuð mið- og hægriflokkum sem hafa verið á móti nánari tengslum Úkraínu við Rússland. Í Moskvu er brottvikning Viktors Janúkóvitsj forseta fordæmd og var sendiherra Rússlands kallaður heim eftir að nýskipaður forseti til bráðabirgða, Oleksandr Túrkínov, starfandi forseti Úkraínu, sagðist vilja nánari tengsl við Evrópusambandið. Rússneska þingið samþykkti á laugardag að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Oleksandr Túrkínov, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Gunnar Bragi mun halda áfram að funda um málið í dag. Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með sendiherra Rússlands í morgun þar sem ástandið í Úkraínu var rætt. Frá þessu greinir Gunnar á Facebook síðu sinni. Gunnar Bragi sagði íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Þá segir hann kröfuna skýra um að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðrar íhlutunar. Spenna milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að ný stjórn tók við völdum í Úkraínu, skipuð mið- og hægriflokkum sem hafa verið á móti nánari tengslum Úkraínu við Rússland. Í Moskvu er brottvikning Viktors Janúkóvitsj forseta fordæmd og var sendiherra Rússlands kallaður heim eftir að nýskipaður forseti til bráðabirgða, Oleksandr Túrkínov, starfandi forseti Úkraínu, sagðist vilja nánari tengsl við Evrópusambandið. Rússneska þingið samþykkti á laugardag að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Oleksandr Túrkínov, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Gunnar Bragi mun halda áfram að funda um málið í dag.
Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33
Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30
Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48