Creditinfo í samstarf við VoLo Africa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. mars 2014 11:04 Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group og Abdou Draman Touray framkvæmdastjóri VoLo. Vísir/Creditinfo Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir. Grænhöfðaeyjar Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir.
Grænhöfðaeyjar Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira