Red Bull er með góðan bíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. mars 2014 10:00 Jenson Button. vísir/getty Jenson Button, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður McLaren-liðsins, segir að Red Bull-bíllinn sé góður. Hann segir Red Bull hafa sýnt það á æfingum að bíllinn sé vel hannaður. RB-10 bíllinn hefur mikið grip í beygjum samkvæmt Button. Eftir að hafa elt Daniel Ricciardo, ökumann Red Bull, nokkra hringi er hann sannfærður um ágæti bílsins. Ricciardo komst ekki fram úr á beinu köflum brautarinnar. Það var í beygju ellefu í Bahrain sem Ricciardo tókst loks að aka fram úr McLaren bíl Button. Ricciardo tók þá ytri aksturslínuna og hafði töluvert meira grip í beygjunni sem er háhraða vinstri beygja. Button segist sannfærður um að Red Bull verði aftur meðal fremstu liða þegar Renault hefur leyst vélavanda sinn. Dr. Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull segir hins vegar að liðið sé alls ekki tilbúið í keppnina í Ástralíu. Hann viðurkennir að liðið sé um 2 mánuðum á eftir áætlun með þróun bílsins. Hann hefur alvarlegar áhyggjur af getu bílsins og vélarinnar. Fyrsta æfingin fyrir ástralska kappaksturinn fer fram 14. mars. Keppnin fer svo fram þann 16. mars. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður McLaren-liðsins, segir að Red Bull-bíllinn sé góður. Hann segir Red Bull hafa sýnt það á æfingum að bíllinn sé vel hannaður. RB-10 bíllinn hefur mikið grip í beygjum samkvæmt Button. Eftir að hafa elt Daniel Ricciardo, ökumann Red Bull, nokkra hringi er hann sannfærður um ágæti bílsins. Ricciardo komst ekki fram úr á beinu köflum brautarinnar. Það var í beygju ellefu í Bahrain sem Ricciardo tókst loks að aka fram úr McLaren bíl Button. Ricciardo tók þá ytri aksturslínuna og hafði töluvert meira grip í beygjunni sem er háhraða vinstri beygja. Button segist sannfærður um að Red Bull verði aftur meðal fremstu liða þegar Renault hefur leyst vélavanda sinn. Dr. Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull segir hins vegar að liðið sé alls ekki tilbúið í keppnina í Ástralíu. Hann viðurkennir að liðið sé um 2 mánuðum á eftir áætlun með þróun bílsins. Hann hefur alvarlegar áhyggjur af getu bílsins og vélarinnar. Fyrsta æfingin fyrir ástralska kappaksturinn fer fram 14. mars. Keppnin fer svo fram þann 16. mars.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira